Örugg saman - kennarahefti

53 4. Skiptist á hugmyndum að lausnum sem gætu komið til greina. Stingið upp á lausnum miðað við þær upplýsingar sem þið hafið. Ræðið hvaða lausnir henta báðum aðilum best. Útskýrið: Þessar samskiptaðferðir koma sér vel bæði þegar nýtt samband er að hefjast og þegar bæta þarf samband sem staðið hefur um tíma. Þannig verður sambandið farsælt og báðir aðilar finna til öryggis. Ef mikið ójafnvægi er í sambandi, til dæmis ef annar aðilinn ræður öllu eða ofbeldi af einhverju tagi á sér stað, getur verið að þessar aðferðir dugi ekki til. Unglingar í slíkri stöðu ættu að leita utanaðkomandi aðstoðar hjá þeim sem við ræddum um í þriðja tíma (bls. 18 í nemendahefti).  Að koma auga á góða samskiptafærni Markmið annars hluta er að gefa nemendum tækifæri til að koma auga á góða samskiptafærni við raunverulegar aðstæður. Útskýrið: Nú er ætlunin að athuga hvort þið komið auga á þessa samskiptafærni, sem við vorum að læra um, í eftirfarandi samtali milli Lenu og Magnúsar. (Látið nemendur skoða verkefni 9. Fáið tvo sjálfboðaliða til að lesa frásögnina upphátt eins og þeir leiki Lenu og Magnús. Biðjið sjálfboðaliðana að sitja hvorn á sínum stól andspænis hópnum.) Hlustið eftir atriðunum fjórum sem við ræddum um áðan í sambandi við færni í samskiptum. Hver eru atriðin? (rifjið upp) Látið einhvern nemandann lesa formála sögunnar upphátt. Sjálfboðaliðarnir lesa svo samtalið. Á meðan þið hlustið á samtal Lenu og Magnúsar skuluð þið reyna að koma auga á þau atriði sem við höfum verið að fjalla um í sambandi við samskiptafærni. Þið getið skoðað samtalið aftur ef þið þurfið. Merkið við þau atriði sem Magnús notar á gátlistanum og merkið svo við þau atriði sem Lena notar. Eftir að frásögnin hefur verið lesin: Gefið nemendum nokkrar mínútur til að ljúka verkefninu. Þegar nemendur eru búnir skuluð þið spyrja þá hvaða samskiptafærni Lena notaði og hvernig hún beitti henni. Spyrjið svo nemendur hvaða samskiptafærni Magnús notaði og hvernig. 2. hluti 15 mín Verkefni 9 bls. 22 í nemendahefti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=