Örugg saman - kennarahefti

52 5. kennslustund - framkvæmd  Fjórar aðferðir til árangurs í samskiptum Markmiðið með fyrsta hluta kennslustundarinnar er að kynna til sögunnar og útskýra nokkra grunnþætti í samskiptum. Í tímanum er fjallað um fjögur atriði sem einkenna opinská og árangursrík samskipti. Þessi atriði eru sett þannig fram að fólk í nánu sambandi á hæglega að geta nýtt sér þau til að báðir aðilar haldi sínu og hvorugur kúgi hinn. Útskýrið: Árangursrík samskipti eru mikilvæg á öllum sviðum lífsins. Í nánum samböndum eru opinská og hreinskilin samskipti grundvallaratriði. Í dag ætlum við að ræða um jákvæðar aðferðir til að eiga góð og eðlileg samskipti við kærustu eða kærasta. Þegar fólk lendir í rifrildi við kærustuna eða kærastann geta jákvæð samskipti hjálpað því að komast yfir vandann án þess að allt fari í háaloft eða skilji eftir sig sárindi eða líkamsmeiðsl. Bendið nemendum á fjögur atriði til árangursríkra samskipta á bls. 21. Hér eru fjögur atriði í samskiptum sem geta hjálpað ykkur að leysa ágreining á árangursríkan hátt. Þegar þið farið yfir atriðin fjögur skuluð þið spyrja nemendur: Hvað haldið þið að þetta þýði? Spurt um hverja aðferð. Útskýrið eða slípið til svör nemenda eftir því sem neðanmálstexti á fylgiskjalinu segir til um. 1. Haldið ró ykkar: Reynið að stilla ykkur þannig að þið séuð yfirveguð. 2. Spyrjið spurninga: Spyrjið hreinskilnislegra og opinskárra spurninga til að skilja betur stöðu mála. Dragið ekki ályktanir í flýti. 3. Útskýrið ykkar skoðanir og tilfinningar – verið heiðarleg og nákvæm, bendið á hvað það er í þessu ágreiningsmáli sem kemur ykkur í uppnám. Notið setningar sem byrja á „ég“ þegar þið tjáið tilfinningar ykkar. Segið: „Ég verð (segið hvernig ykkur líður) þegar þú (nefnið þá hegðun sem ykkur mislíkar) af því að (greinið frá ástæðu þess að ykkur líður eins og ykkur líður)“. (Dæmi: „Ég verð reið þegar þú hunsar mig af því þá finnst mér eins og þér sé alveg sama um mig“). 1. hluti 5 mín Til upplýsingar bls. 21 í nemendahefti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=