51 Árangursrík samskipti og tilfinningastjórn 5. kafli– Yfirlit yfir 5. kennslustund Heildartími: u.þ.b. 40 mín 1. hluti: (5 mín) Fjórar aðferðir til árangurs í samskiptum. 2. hluti: (15 mín) Að koma auga á góða samskiptafærni. 3. hluti: (8 mín) En ef það dugar ekki? 4. hluti: (7 mín) Að ráða við reiðina. 5. hluti: (3 mín) Samantekt. Í þessari kennslustund læra nemendur fjórar aðferðir til að eiga góð og gagnleg samskipti við aðra í gegnum verkefni og hlutverkaleik. Nemendur læra að þekkja og ráða við reiði svo hún brjótist ekki út í ofbeldi. Í lok tímans eiga nemendur að: • Geta útskýrt aðferðirnar fjórar. • Geta sýnt hvernig nota má þessar aðferðir í samskiptum við aðra. • Geta sagt frá hvernig hægt er að bregðast við af yfirvegun og án ofsa þegar framkoma kærustu eða kærasta er greinilega ósanngjörn eða niðurlægjandi. • Vita að þeir geta brugðist við reiði á margvíslegan hátt. Undirbúningur: • Lesa hugmyndina að baki þessari kennslustund. • Hengja upp grunnreglurnar. Hugmyndin að baki: Markmið fimmtu kennslustundarinnar er að gefa nemendum gagnlegar hugmyndir að jákvæðum og opinskáum samskiptum og veita þeim tækifæri til að æfa sig í slíkum samskiptum. Lærdómurinn, sem nemendur eiga að draga af þessu, er að árekstrar verða og munu alltaf verða í (nánum) samböndum. Ef fólk gætir hins vegar tungu sinnar og hugar vel að orðavali í slíkum aðstæðum er oftast hægt að koma í veg fyrir handalögmál og ofbeldi. Hér eru kynntar aðferðir sem geta gagnast vel til þess að samskipti verði opinská og hreinskilin án þess að neitt sé gefið eftir eða reynt sé að ráðskast með hinn aðilann. Árangursrík samskipti leyfa báðum aðilum að vera sterkum í sambandinu. Upplýsingar fyrir kennara áður en kennsla hefst
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=