50 Valfrjálst: Spyrjið nemendur hvort þeir hafi rekið sig á staðalmyndir kynjanna í samskiptum sínum. Gætið þess, af tillitssemi við aðra, að biðja nemendur um að nefna ekki fólk á nafn eða gefa of ítarlegar upplýsingar. Samantekt • Í sjónvarpi, kvikmyndum, lagatextum og hjá foreldrum og vinum endurspeglast það hvernig fólk „á“ að haga sér í okkar samfélagi. Sumar þessara staðalmynda eru jákvæðar en aðrar eru neikvæðar. Staðalmyndir kynjanna skapa tiltekna ímynd af konum og körlum í huga fjölmargra. • Ef einhverjum, sem er í sambandi, finnst að maður eigi að lifa eftir þessum staðalmyndum geta orðið árekstrar, vonbrigði og pirringur. Ef maður er hins vegar meðvitaður um þessi skilaboð úr umhverfinu getur maður annaðhvort fallist á þau eða hafnað þeim. Þannig getur maður mótað samband sitt við hinn aðilann. Maður getur byggt upp samband sem passar þeim skoðunum sem maður hefur um hvernig maður vill að komið sé fram við mann og hvernig maður vill sjálfur koma fram við aðra. • Sá eða sú, sem er í sambandi, þarf að velta fyrir sér þeim kröfum sem hann eða hún gerir til hins aðilans. Eru það raunhæfar og sanngjarnar kröfur eða byggjast þær á staðalmyndum? 6. hluti 2 mín
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=