Örugg saman - kennarahefti

5 Inngangsorð Ágæti kennari! Forvarnarnámsefnið Örugg saman fjallar um andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi í nánum sam- skiptum unglinga. Námsefnið byggir á vísindalegum grunni um hvernig megi draga úr ofbeldi í nánum samskiptum og hvernig megi bregðast við ef ofbeldi á sér stað. Efnið var þýtt og staðfært af hálfu Embættis landlæknis í samvinnu við dr. Berglindi Guðmundsdóttir sálfræðing á áfallamiðstöð Land- spítala, og styrkt af forvarnarsjóði Lýðheilsustöðvar. Námsefnið var forprófað meðal nemenda í efstu bekkjum nokkurra grunnskóla hér á landi og ýmsar gagnlegar endurbætur gerðar í framhaldinu. Mikilvæg reynsla fékkst við forprófun námsefnisins sem ætti að nýtast vel við kennslu og hafa eftirfarandi punktar verið settir fram í þeim tilgangi. Eindregið er mælt með því að þeir sem ætla að kenna efnið kynni sér þessi atriði áður en kennsla er hafin: 1. Örugg saman er fyrst og fremst ætlað nemendum í 9. og 10. bekk. Við forprófun kom í ljós að sumir yngri nemendur áttu erfiðara með að setja sig í spor þeirra sem koma fram í dæmisögum sem settar eru fram í efninu en þeir eldri. Kennari verður að meta það í hverju tilviki fyrir sig hvort námsefnið henti hópnum eða ekki. 2. Mikilvægt er að kennarar fari fram á tíma til kennslu á námsefninu ef slíkur tími er ekki þegar skilgreindur. Þetta þarf að tryggja við upphaf annar eða skólaárs til þess að kennsla af þessu tagi fái það rými sem hún þarf. 3. Mikilvægt er að undirbúa sig vel fyrir kennsluna. Í byrjun er æskilegt fyrir kennara að fara vel yfir allt námsefnið í heild sinni til að kynnast uppbyggingu efnisins. Kennsluleiðbeiningarnar nýtast vonandi vel til undirbúnings en einnig er mikilvægt að fara vel yfir þær fyrir hvern tíma til þess að kennslan gangi sem best fyrir sig. Þar sem efnið getur verið bæði viðkvæmt og vandræðalegt í hugum unglinga skiptir miklu að kennari sé afslappaður, yfirvegaður og hispurslaus í umfjöllun þess. 4. Reynslan hefur sýnt að eftir því sem kennarar verða kunnugri námsefninu og þjálfaðri í að kenna það verður auðveldara að halda sig innan tímamarka. Með aukinni reynslu má einnig gera ráð fyrir að kennarar geti sleppt því að hafa bókina alltaf til hliðsjónar og tímarnir „renni“ betur. 5. Mikilvægt er að námsefnið sé ekki sett fram sem fyrirlestur eða „fræðsla“. Ekki er mælt með því að efnið sé kennt með glærum eða öðrum formlegum kennsluaðferðum. Til þess að efnið skili árangri þurfa nemendur að taka virkan þátt í kennslustundum, gera verkefnin og taka þátt í um- ræðum. Hlutverk kennara er fyrst og fremst að stuðla að umræðum milli nemenda um efnið, miðla lykilupplýsingum og leiðrétta staðalmyndir og ranghugmyndir. 6. Í þessum tilgangi reynist sumum kennurum vel að hafa blað með punktum fyrir framan sig í stað þess að fletta í bókinni. Þannig virkar kennslan síður eins og verið sé að þylja upp úr bók. 7. Fyrir hverja kennslustund eru áætlaðar 40 mínútur en sumum þykir þetta fremur knappur tími og hefðu viljað meiri tíma fyrir umræður. Því er bent á þann möguleika að kenna hverja kennslustund

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=