Örugg saman - kennarahefti

49 2 . Hvaða staðalmyndir hefur Svenni um karla? Hugsanleg svör: Karlar eiga að ráða. Karlar eiga að gefa skipanir. Það á að þjóna körlum. Það á að sinna þörfum karlmanna. 3. Hefur Magga einhverjar staðalmyndir? Hugsanleg svör: Allir karlmenn eru ofbeldisfullir. 4. Hafa vinir Svenna einhverjar staðalmyndir? Hugsanleg svör: Konur eiga að þjóna körlum. Karlmaðurinn á að ráða. Svenni vildi að Magga hagaði sér í samræmi við ákveðna ímynd sem byggðist á staðalmyndum kynjanna. Þegar hún gerði það ekki fauk í hann og hann beitti ofbeldi. Hefði Svenni hagað sér svona gagnvart karlkyns félaga? Notið eftirfarandi spurningar til þess að liðka fyrir umræðum um það hvernig staðalmyndir kynjanna leiða til ofbeldis í þessari sögu: 1. Hvaða staðalmyndir hefur Nanna af karlmönnum? Hugsanleg svör: Karlmenn eiga að vera ríkir. Karlmaðurinn á að sjá fyrir konunni. Karlmenn eiga að dekra við konur. Karlmenn sýna ást sína með því að gefa konum gjafir. 2. Hvaða staðalmyndir hefur Nanna af konum? Hugsanleg svör: Konur þurfa að láta sjá fyrir sér. Konur fá sínu framgengt með tilfinningaofsa og andlegu ofbeldi. 3. Hefur Tryggvi einhverjar staðalmyndir? Hugsanleg svör: Konur eru kröfuharðar tilfinningaverur sem haga sér ekki alltaf skynsamlega, þess vegna er svona hegðun eðlileg. DÆMISAGA 2: TRYGGVI OG NANNA Þegar Nanna átti afmæli keypti Tryggvi handa henni geisladisk með uppáhaldshljómsveitinni hennar. Nanna opnaði pakkann og í fyrstu virtist hún mjög ánægð með gjöfina. Svo spurði hún hvar hinar gjafirnar væru. Þegar Tryggvi sagði að hann hefði bara keypt handa henni geisladisk í afmælisgjöf varð Nanna reið. Hún öskraði á hann, sagði að hún hefði búist við meiru en einhverjum ömurlegum geisladiski í afmælisgjöf og braut geisladiskinn í tvennt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=