Örugg saman - kennarahefti

48 vitum vel að það eru alls ekki allir gaurar töffarar. Samt sem áður er oft dregin upp töffaramynd af venjulegum gaurum í samfélaginu. Margir gera þess vegna ráð fyrir að gaurar séu töffarar. Staðalmyndir kynjanna þurfa ekki endilega að vera neikvæð persónueinkenni. Vandamálið er að staðalmynd setur fólk á ákveðinn bás út af því einu að viðkomandi er kona eða karl frekar en að leyfa viðkomandi að vera manneskja á sínum forsendum. Notið dæmi úr skyndihugdettunum til að sýna staðalmyndir kynjanna.  Staðalmyndir geta leitt til ofbeldis Í fimmta hluta kennslustundarinnar er athyglinni beint að tengslunum sem eru milli staðalmynda kynjanna og ofbeldis. Útskýrið: Stundum geta staðalmyndir kynjanna leitt til ofbeldis. Flettið upp á verkefni 8 á bls. 20. Ég ætla að lesa tvær dæmisögur. Þegar þið hlustið á sögurnar skuluð þið hafa staðalmyndir kynjanna í huga. Notið eftirfarandi spurningar til að liðka fyrir umræðum um hvernig staðalmyndir kynjanna tengjast ofbeldis í þessari sögu: 1. Hvaða staðalmyndir hefur Svenni um konur? Hugsanleg svör: Konur eiga að hugsa vel um gesti. Konur eiga að passa upp á að engan vanti neitt. Konur eiga að sjá um eldhúsið. Konur eiga að hlusta á og hlýða karlmönnum. DÆMISAGA 1: SVENNI OG MAGGA Svenni bauð nokkrum vinum sínum og kærustunni sinni, Möggu, heim að horfa á bíómynd á föstudagskvöldi. Svenni bað Möggu um að taka til snakk og drykki fyrir gestina. Hún sagði að það væri ekkert mál. Þegar vinir Svenna komu settust þau öll og fóru að horfa á myndina. Þegar einhver var búinn úr glasinu sínu eða snakkið kláraðist sagði Svenni Möggu að fara fram í eldhús að ná í meira. Þegar þetta gerðist í þriðja skiptið sagði Magga að hún ætlaði ekki að vera þjónustustúlkan þeirra. Hún vildi fá að horfa á myndina og þeir gætu sjálfir farið í eldhúsið og fyllt á skálina eða fengið sér meira að drekka. Svenni varð reiður. Hann skipaði Möggu að ná í drykki fyrir vini sína. Þegar hún neitaði sló Svenni hana í andlitið og dró hana fram í eldhúsið. Vinir Svenna hafa oft séð hann ráðskast svona með Möggu og slá hana. 5. hluti 10 mín Verkefni 8 bls. 20 í nemendahefti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=