47 Að tengja saman tilteknar hugsanir Markmið fjórða hluta er að sýna nemendum að þeir hafi nokkuð mótaðar hugmyndir um annað fólk og varpa ljósi á hvernig slíkar staðalmyndir koma fram í samfélaginu. Útskýrið: Þar sem við fáum stanslaust skilaboð frá þessum ólíku stöðum (benda á listann sem gerður var í æfingunni á undan) gerum við stundum ákveðnar kröfur til fólks og ástarsambanda án þess að gera okkur grein fyrir því. Við heyrum eða sjáum ákveðin atriði svo oft að þau festast í huga okkar. Næsta æfing á að aðstoða ykkur við að koma auga á sumar kröfurnar sem þið gerið til annarra. Fáið sjálfboðaliða til að aðstoða við næstu æfingu. Í næstu æfingu eigið þið að vinna tvö og tvö saman. Annar aðilinn á að nefna ýmis orð sem notuð eru yfir konur eða karlmenn (ekki sama kyn og hinn aðilinn tilheyrir). Sá sem vinnur með karlkynsfélaga á þannig að nefna orð yfir konu (t.d. kona, stelpa, móðir). Félaginn á síðan að segja það fyrsta sem honum dettur í hug. Sýnið dæmi um þetta með sjálfboðaliðanum. • Nemendur vinna tveir og tveir saman og skiptast á hlutverkum. • Þegar nemendur hafa fengið tækifæri til að prófa þessar skyndihugdettur skuluð þið útskýra: Í þessari æfingu koma oft í ljós þær staðalmyndir sem við höfum mótað með okkur af hlutverkum kynjanna. Staðalmyndir eru alhæfingar, fastar hugmyndir eða skoðanir um að allar konur og allir karlmenn séu svona eða hinsegin. Stundum er það svo að maður er eiginlega ekki sammála því fyrsta sem manni dettur í hug. Þannig gæti einhver sagt „gaur“ og hinn svarað „töffari“. Við Sá fyrri segir: • Karlmaður • Stelpa • Mamma • Gaur • Gella • Kærasti Sá seinni segir: • Sterkur • Sæt • Góð • Töffari • Flott • Rómantískur 4. hluti 10 mín
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=