Örugg saman - kennarahefti

45 4. kennslustund  Inngangur Útskýrið: Í síðustu tímum höfum við fjallað um ofbeldi og kúgun í nánum samböndum. Hér í bekknum höfum við rætt um hvaða hegðun fellur undir ofbeldi eða kúgun og af hverju fólk hegðar sér þannig. Við höfum einnig rætt um hvernig hægt er að hjálpa vini. Í næstu tímum ætlum við að ræða um það hvernig koma má í veg fyrir ofbeldi og kúgun í nánum samböndum. Upplýsingarnar, sem við viljum koma á framfæri, og kunnáttan til að nýta sér þær eru mjög mikilvægar í nánum samböndum. Þessar upplýsingar eru bæði gagnlegar þeim sem eru byrjaðir að vera í sambandi og þeim sem eru ekki komnir á það stig ennþá. Fjallað verður um: • Staðalmyndir í nánum samböndum. • Samskiptafærni. • Jákvæðar leiðir til að takast á við reiði og afbrýðisemi. • Hvernig koma má í veg fyrir kynferðisofbeldi.  Ósanngjarnar kröfur Í öðrum hluta kennslustundarinnar er nemendum bent á hvernig þeir hafa sjálfir þurft að standa frammi fyrir ósanngjörnum kröfum. Þannig átta þeir sig betur á hugtakinu „staðalmyndir kynjanna“. Útskýrið: Það er ekkert nema eðlilegt að fólk geri sér vonir um og ætlist til ákveðinna atriða í eigin lífi og samskiptum við aðra, þar með talið í ástarsamböndum. Stundum geta þessar vonir eða kröfur þó verið ósanngjarnar. Kannski ætlast faðir til þess að sonur hans sé besti leikmaðurinn í fótboltaliðinu. Eða kærasti ætlast til þess að kærastan bíði heima á hverju kvöldi eftir að hann hafi samband. Ósanngjarnar kröfur geta gert mann reiðan, leiðan, óöruggan og pirraðan. Hugleiðið hvenær það gerðist síðast að einhver ætlaðist til einhvers af ykkur sem ykkur fannst ósanngjarnt. Gefið nemendum svolitla stund til að velta þessu fyrir sér. 1. hluti 3 mín 2. hluti 7 mín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=