Örugg saman - kennarahefti

44 Hugmyndin að baki: Það getur reynt töluvert á að vera leiðbeinandi í þessari kennslustund þar sem hver og einn hefur í raun sínar eigin staðalmyndir. Þær geta blindað mann fyrir svipuðum staðalmyndum hjá öðrum. Við stjórnun umræðna í þessum tíma er því mikilvægt að gera sér grein fyrir eigin hlutdrægni. Til þess að koma í veg fyrir að umræðurnar verði til þess að festa staðalmyndir í sessi eða réttlæta tilvist þeirra þarf að benda margsinnis á neikvæðar afleiðingar staðalmyndanna. Leggið áherslu á tengslin milli kynjastaðalmynda og ofbeldis. Það er einkum þrennt sem veldur því að staðalmyndir ýta undir ofbeldi: • Staðalmyndir geta viðhaldið ofbeldishegðun eða kúgun (til dæmis „konur eiga að vera karlmönnum undirgefnar“). • Staðalmyndir, sem fólk hefur af sínu eigin kyni, geta ýtt undir að ofbeldi eða kúgun sé beitt (til dæmis „karlmenn eiga að vera hörkutól“). • Staðalmyndir, sem fólk hefur af kyni hins aðilans, geta gefið ástæðu til þess að beita ofbeldi eða kúgun (til dæmis stelpa sem verður reið út í kærastann af því að hann er ekki nógu ríkur eða nógu harður af sér).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=