43 Að takast á við staðalmyndir 4. kafli – Yfirlit yfir 4. kennslustund Heildartími: 40 mín 1. hluti: (3 mín) Inngangur. 2. hluti: (7 mín) Ósanngjarnar kröfur. 3. hluti: (5 mín) Staðalmyndir og hvaðan þær koma. 4. hluti: (10 mín) Að tengja saman tilteknar hugsanir. 5. hluti: (10 mín) Staðalmyndir leiða til ofbeldis. 6. hluti: (2 mín) Samantekt. Í þessari kennslustund læra nemendur um staðalmyndir kynjanna og hvernig þær geta haft áhrif á náin sambönd. Nemendur gera skriflegar æfingar og taka þátt í umræðum í litlum hópum um ýmislegt sem getur komið upp. Í lok tímans eiga nemendur að: • Hafa áttað sig á að bæði þeir sjálfir og aðrir eru með ákveðnar hugmyndir um hvernig sambönd eiga að vera. • Geta útskýrt hvernig hugmyndir fólks hafa áhrif á hegðun þess í ástarsamböndum og almennt í samskiptum við aðra. • Hafa áttað sig á skaðlegum afleiðingum af staðalmyndum kynjanna. • Geta útskýrt hvaða hlutverki staðalmyndir gegna í nánum samböndum. Undirbúningur: • Lesa hugmyndina að baki þessari kennslustund. • Hengja upp grunnreglurnar. Upplýsingar fyrir kennara áður en kennsla hefst
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=