Örugg saman - kennarahefti

42 Biðjið nemendur að fletta upp á verkefni 6, Ofbeldisfullt samband: Hver getur hjálpað þér, á bls. 17 í nemendahefti. Í skólum og öðrum stofnunum í næsta nágrenni eru einstaklingar sem geta aðstoðað unglinga sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Þið getið alltaf leitað til þeirra til að ræða um ofbeldisfull sambönd. Lesið upp hverjir það eru innan skólans og annarra stofnana í grenndinni sem geta veitt unglingunum aðstoð í þessum efnum (sjá lista á bls. 11 í þessu hefti, bls. 18 í nemendahefti).  Samantekt • Það er mikilvægt að tala við einhvern ef þið eruð í ofbeldisfullu sambandi. Jafnvel þó að erfitt sé og stundum ógnvekjandi að ræða um ofbeldið er fyrsta skrefið í átt til breytinga iðulega það að byrja að segja frá. Hvort sem þið hafið hugsað ykkur að losna úr sambandinu eða ekki er gott að ræða málin og það getur hjálpað ykkur að átta ykkur á því hvað er að gerast og hvaða ákvarðanir þið þurfið að taka. • Auk þess að leita sér hjálpar er mikilvægt að tengjast aftur vinum og fjölskyldu. Ofbeldi verður oft til þess að einstaklingar einangrast. • Það getur verið erfitt að tala við vini sína um ofbeldi eða kúgun í nánum samböndum. Ýmis viðhorf, staðalmyndir og blendnar tilfinningar koma upp. Við verðum engu að síður að taka afstöðu gegn því sem óæskilegt er ef við viljum stöðva ofbeldi í okkar eigin lífi, í skólanum eða í kringum okkur almennt. Það er mikilvægt að koma þeim skilaboðum áleiðis til þeirra sem beita ofbeldi að hegðun þeirra sé ekki í lagi og mikilvægt að styðja þá sem hafa orðið fyrir ofbeldi. • Við sjáum ofbeldi og kúgun alltof oft, heima fyrir, milli vina, í sjónvarpinu og þar fram eftir götunum og kannski förum við að líta á það sem „eðlilegan“ hlut. Við verðum að minna hvert annað á að ofbeldi og kúgun eru ekki eðlileg samskipti og við eigum öll skilið að vera hamingjusöm í heilbrigðum samskiptum. 4. hluti 2 mín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=