Örugg saman - kennarahefti

41 Minnist á þær hindranir sem koma fram í upptalningunni hér fyrir neðan ef nemendur benda ekki á þær sjálfir. Það sem hindrar fólk í að leita sér hjálpar: • Óttinn við að særa tilfinningar hins aðilans. • Óttinn við að vinurinn, sem þolandinn trúir fyrir málinu, muni segja þolandanum að hætta í sambandinu. • Óttinn við að foreldrar þolandans leyfi honum ekki lengur að vera jafn sjálfráða og áður. • Óttinn við að lenda í útistöðum við foreldrana. • Óttinn við að fólk skilji ekki hvað átti sér stað, kenni þolandanum um ástandið eða trúi alls ekki hvað gerðist. • Ráðaleysi og þekkingarleysi varðandi hvar hægt er að fá aðstoð. • Óttinn við að hinn aðilinn muni hefna sín. • Ráðaleysi varðandi það hvernig á að slíta sambandinu eða hvernig hægt er að bæta ástandið. • Smánartilfinning. • Óttinn við áfellisdóm annarra. • Vantrú á að það, sem þolandinn segir frá í trúnaði, berist ekki út. • Viljaleysi til að játa að þetta sé í raun vandamál. Farið yfir Leiðbeiningar um hvernig á að hjálpa þeim sem verður fyrir ofbeldi á bls. 16 í nemendahefti.  Úrræði í samfélaginu Viðfangsefni þriðja hluta kennslustundarinnar er að kynna úrræði sem unglingum í ofbeldisfullum samböndum bjóðast í nánasta umhverfi. Útskýrið: Ein leið til að aðstoða vin, sem býr við ofbeldi í nánu sambandi, er að koma honum eða henni í samband við fagaðila sem veit hvernig hægt er að hjálpa unglingum í þessari stöðu. Fagfólk getur aðstoðað vin ykkar við að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni. Auk þess getur fólk með sérfræðiþekkingu hjálpað þolendunum að gera áætlun um að tryggja öryggi sitt (hvort sem þolandi ákveður að halda áfram í sambandinu eða slíta því), aðstoðað þá við að slíta sambandinu eða sagt þeim til um hvernig best sé að verjast ágengni eða áreitni eftir sambandsslit. 3. hluti 8 mín Verkefni 6 bls. 17 í nemendahefti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=