Örugg saman - kennarahefti

39 eitthvað án þess að segja henni frá því hringir hún endalaust í mig og sendir mér sms og sakar mig um að hafa farið eitthvað sem ég ætti ekki að fara. Vanalega er hún viss um að ég sé með einhverri annarri stelpu þó það sé algjört rugl. (Stutt hlé.) Stundum þegar við erum eitthvað að rífast hendir hún einhverju í mig eða slær mig utan undir. Það er samt aldrei sárt. (Stutt hlé.) Ég veit að hún er bara reið af því að hún elskar mig svo mikið. Foreldrar mínir kenndu mér að maður slær aldrei stelpu svo ég stend bara og geri ekki neitt. Hún er ansi skapmikil. (Stutt hlé.) Þetta hefur farið versnandi upp á síðkastið. Við vorum í búð í gær og þá kleip hún mig af því að hún hélt að ég væri að horfa á aðra stelpu. (Stutt hlé.) Ég hef ýtt henni frá mér í nokkur skipti en það gerir bara illt verra. (Stutt hlé.) Öðru hverju verð ég svo pirraður á skapinu í henni að ég reyni að hætta með henni. Hún kemur alltaf aftur grátandi til mín og segir að hún elski mig og þarfnist mín. Hún biðst afsökunar og segist vita að stundum sé hún slæm kærasta en ef ég elski hana muni ég hjálpa henni að komast yfir þetta. Í hvert sinn, sem hún biðst fyrirgefningar og sér eftir því sem hún gerði, man ég hversu frábær hún getur verið. (Stutt hlé.) Síðast þegar ég reyndi að hætta með henni varð hún vandræðaleg en útskýrði allt fyrir mér og ég varð að lofa að segja engum frá. Það er mikið um ofbeldi í fjölskyldunni hjá henni. Pabbi hennar slær bæði hana og mömmu hennar. Hún segist hata hann og að hún vilji ekki vera eins og hann. María vill ekki meiða mig. Hún myndi vera fullkomin kærasta ef hún lærði að hafa stjórn á skapi sínu og hætti að vera svona afbrýðisöm. Ég veit að hún elskar mig. (Stutt hlé.)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=