38 Saga Kristjáns: Ég kynntist Maríu þegar ég byrjaði í 9. bekk. Hún er alveg fullkomin. Hún er sú eina sem ég hugsa um. Allir segja að ég sé þvílíkt heppinn að eiga svona fallega kærustu. (Stutt hlé.) Önnur stelpa, Sandra, varð hrifin af mér. María talaði við hana og þær rifust. Ég geri ráð fyrir að María hafi unnið rifrildið því Sandra hefur ekki talað við mig síðan þetta gerðist. (Stutt hlé.) María lætur mér líða eins og sönnum karlmanni. Hún er sjálfsörugg og vinsæl og samt segir hún alltaf að hún þarfnist mín. Ég er þvílíkt hrifinn af henni og mér líður eins og flottasta stráknum í skólanum. (Stutt hlé.) En hún gerir samt sínar kröfur. Hún vill ekki einu sinni að ég horfi á aðrar stelpur. (Stutt hlé.) Ég er ekkert að spá í aðrar stelpur en hún er alltaf viss um að ég sé að kanna hvar ég eigi séns. Hún getur orðið ansi afbrýðisöm. María er flottasta stelpan í skólanum. Af hverju ætti mig einu sinni að langa að líta á aðrar stelpur? (Stutt hlé.) Það er samt frábært að vera með henni. Það er eins og að við eigum okkar eigin litla heim. Á afmælinu mínu fórum við í bíó og svo út að borða með vinum mínum. Það var mjög gaman. En þegar vinir mínir voru farnir varð það enn betra. Við María fórum í göngutúr og hún gaf mér hálsmen og sagði að hún elskaði mig. (Stutt hlé.) Einn daginn, stuttu eftir afmælið mitt, varð hún mjög reið þegar hún var að reyna að hringja í mig og náði ekki í mig því síminn minn var rafmagnslaus. Hún sagði að hún hefði virkilega þurft á mér að halda en ekki getað náð í mig. Þegar ég spurði hana hvað væri að sagði hún að það skipti ekki lengur máli. Síðan þetta gerðist vill hún alltaf vita hvert ég er að fara, jafnvel þó ég sé bara að spila körfu með vinum mínum. Ef ég fer
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=