Örugg saman - kennarahefti

37  Af hverju fer fólk ekki bara? Viðfangsefni fyrsta hluta þessarar kennslustundar er að takast á við eftirfarandi spurningu sem þolendur í ofbeldissamböndum heyra gjarnan: „Af hverju varstu áfram í sambandinu?“ Með því að spyrja þolandann svona er viðmælandinn í raun að segja að hann skilji ekkert í þolandanum. Það getur fengið þolandann til að draga sig inn í skel sína eða finnast eins og verið sé að kenna honum um ofbeldið. Ef fólk vill geta hjálpað vinum sínum þarf það að vita og skilja hve flókin ofbeldissambönd geta verið. Útskýrið: Í dag ætlum við að ræða hvernig þið getið hjálpað vini sem er í ofbeldisfullu sambandi. Fólk leitar oft til vina sinna þegar það er í þessari stöðu. Til þess að geta stutt vin í slíkum vanda þarf að átta sig á því hversu flókin ofbeldissambönd eru og hversu erfitt getur verið að leita sér hjálpar. Í fyrsta verkefninu sem við tökum okkur fyrir hendur skuluð þið ímynda ykkur að þið séuð í ofbeldisfullu sambandi. Þá þurfið þið nefnilega að taka erfiðar ákvarðanir um hvort þið viljið halda sambandinu áfram og reyna að laga það eða hvort þið viljið slíta því. Látið nemendur standa í stofunni miðri á milli skilta sem á stendur ,,Ég vil fara“ og „Ég vil vera“. Ég ætla að lesa fyrir ykkur sögu þar sem Kristján ræðir um Maríu, kærustuna sína. Á meðan ég les söguna vil ég að þið setjið ykkur í spor Kristjáns. Fólk sveiflast oft fram og aftur í skoðunum sínum á nánu sambandi og reynir að ákveða hvort það eigi að halda áfram í sambandinu eða binda enda á það. Fólk hættir líka að vera saman og byrjar saman aftur. Þið endurspeglið hugsanir Kristjáns með því að taka ykkur stöðu við annað hvort skiltið. Hreyfingar ykkar eiga að tákna hugsanir Kristjáns. Þegar ég segi eitthvað sem fær ykkur til að vilja vera áfram í sambandinu eigið þið að færa ykkur að skiltinu ,,Ég vil vera“. Þegar ég segi eitthvað sem fær ykkur til að vilja slíta sambandinu eigið þið að standa nálægt skiltinu ,,Ég vil fara“. Þið eigið ekki öll að gera það sama heldur eigið þið að meta það út frá eigin brjósti hvað þið sjálf mynduð gera ef þið væruð Kristján. Lesið eftirfarandi sögu fyrir nemendurna. Hinkrið eftir hverja málsgrein svo að nemendur hafi tíma til að fara á milli skiltanna. 3. kennslustund 1. hluti 15 mín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=