36 Hugmyndin að baki: Í þessum hluta námsefnisins er fjallað um hvernig hægt sé að leita sér aðstoðar vegna ofbeldis í nánu sambandi. Upplýsingarnar eru settar fram á þann hátt að „verið sé að hjálpa vini“ svo að þeir nemendur, sem búa ekki við ofbeldi í nánu sambandi, hætti ekki að hlusta. Allir nemendur geta sett sig í þau spor að þurfa að hjálpa vini. Með því að fjalla um hvernig hjálpa megi vini í ofbeldisfullu sambandi læra nemendur sem eru sjálfir í slíku sambandi einnig hvernig þeir geta fengið aðstoð. Unglingar eru ólíklegir til þess að segja frá því að þeir verði fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Ef þeir trúa einhverjum fyrir reynslu sinni er það venjulega vinur sem verður fyrir valinu. Viðbrögð vinanna við slíkum ofbeldisfrásögnum hafa mikil áhrif á hvernig sá, sem verður fyrir ofbeldinu, lítur á ofbeldið og hvort hann eða hún eigi eftir að leita sér aðstoðar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=