Örugg saman - kennarahefti

35 Að hjálpa vinum sínum 3. kafli – v Í þessari kennslustund taka nemendur þátt í æfingu sem hjálpar þeim að átta sig á af hverju það getur verið erfitt að komast út úr ofbeldisfullu sambandi og hvernig hjálpa má vini sem á í slíkum vanda. Nemendur ræða um dæmisögur, fara í hlutverkaleiki og æfa sig þannig í að aðstoða vini, sem eru þolendur ofbeldis, og taka á málum gagnvart vinum sem eru gerendur. Í lok tímans eiga nemendur að: • Hafa skilning á því hversu flókin ákvörðun það getur verið að komast út úr ofbeldisfullu sambandi og ólíkum skoðunum á því hvenær sé tímabært að losa sig úr nánu sambandi. • Geta áttað sig á þeim erfiðleikum og ótta sem vinur í ofbeldisfullu sambandi getur átt við að stríða þegar hann vill leita sér aðstoðar. • Geta skýrt frá ólíkum leiðum til að styðja við vin sem er í ofbeldisfullu sambandi. • Geta skýrt frá þeim úrræðum sem eru í boði fyrir ungt fólk í ofbeldisfullu sambandi. • Geta leitað hjálpar ef þeir eru þolendur eða gerendur ofbeldis í nánu sambandi. Undirbúningur: • Lesa hugmyndina að baki þessari kennslustund. • Hengja upp grunnreglurnar um samskipti. • Klippa í sundur stórt pappaspjald. Skrifa „Ég vil vera“ á annan helminginn og „Ég vil fara“ á hinn helminginn. Hengja spjöldin upp hvort á móti öðru í stofunni og færa til stóla og borð. Upplýsingar fyrir kennara áður en kennsla hefst Yfirlit yfir 3. kennslustund Heildartími: 40 mín 1. hluti: (15 mín) Af hverju fer fólk ekki bara? 2. hluti: (15 mín) Af hverju er erfitt að leita sér hjálpar? 3. hluti: (8 mín) Úrræði í samfélaginu. 4. hluti: (2 mín) Að lokum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=