Örugg saman - kennarahefti

34 Skiptið nemendum í litla hópa. • Gefið hverjum hóp stutta stund til að velja sér ritara. Hver hópur vinnur aðeins með eina blaðsíðu í nemendaheftinu. Gefið hópunum um 5 mínútur til að fylla blaðsíðuna út. • Þegar hóparnir eru búnir að fjalla um sína blaðsíðu skuluð þið biðja ritara hvers hóps að segja stuttlega frá helstu svörum hópsins. Í nemendahefti á bls. 15 má sjá nánar hver eru hættumerki um að ofbeldi eigi sér stað í nánu sambandi. Það er mikilvægt að skoða bæði hættumerki um að einhver verði fyrir ofbeldi en einnig merki um að einhver sé að beita ofbeldi. Þótt þarna sé talað um kærasta/kærustur eiga þessi hættumerki við um öll önnur sambönd líka.  Samantekt Dragið saman umræður kennslustundarinnar í eftirfarandi meginatriði: • Fólk beitir ofbeldi og kúgun af ýmsum ástæðum. • Ofbeldi hefur alvarlegar langtíma- og skammtímaafleiðingar bæði fyrir þolendur og gerendur. • Yfirleitt koma fram einhverjar vísbendingar þess efnis að einhver beiti ofbeldi eða verði fyrir ofbeldi. • Allar dæmisögurnar, sem lesnar voru, hefðu getað endað á annan veg. Fólk getur ákveðið að vera vinsamlegt og ofbeldislaust í samskiptum sínum við aðra. Þess vegna er það aldrei þolanda að kenna að hann hafi verið sleginn, niðurlægður eða honum hótað. Enginn á skilið að vera beittur ofbeldi. • (Valfrjálst: Hengið hættumerkin upp í skólanum, t .d . á göngum, salernum eða annars staðar). 4. hluti 3 mín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=