Örugg saman - kennarahefti

33 E Einstaklingurinn hefur aldrei lært að tjá sig almennilega og það veldur því að reiði, gremja og vonbrigði hlaðast upp. F Einstaklingurinn neytir áfengis eða annarra vímuefna og það getur ýtt undir að hann beiti ofbeldi.  Afleiðingar ofbeldis í samböndum Markmið þriðja hluta kennslustundarinnar er að nemendur tengi saman ofbeldis- eða kúgunaratvik og þær afleiðingar sem slík atvik geta haft í för með sér fyrir þolanda og geranda. Þegar nemendur átta sig á umfangi þess skaða sem ofbeldisfull hegðun veldur fara þeir að skilja hvers vegna svo mikilvægt er að læra betri aðferðir til að takast á við vandkvæði sem koma upp í nánum samböndum. Skiptið nemendum í litla hópa (hámark 4 í hverjum). Ef um er að ræða fleiri en 16 nemendur þurfa sumir hópar að ræða sömu aðstæðurnar. Útskýrið: Við höfum verið að fjalla um af hverju fólk beitir aðra ofbeldi. Núna ætlum við að fjalla um afleiðingarnar sem ofbeldið eða kúgunin getur haft, bæði fyrir þolandann (sem verður fyrir því) og gerandann (sem beitir ofbeldinu eða kúguninni). Jafnvel þó að atvik, sem fellur undir kúgun eða ofbeldi, taki stundum bara augnablik, svo sem að slá utan undir eða að niðurlægja einhvern, er líklegt að afleiðingarnar vari mun lengur. Nú ætla ég að skipta ykkur í hópa og það eiga að vera 3 til 4 í hverjum hóp. Fyrst þurfið þið að útnefna einhvern úr hópnum sem ritara. Ritarinn mun skrifa svör hópsins og kynna þau svo fyrir hinum, en gott er að allir skrifi líka í sínar bækur. Flettið upp á verkefni 5 á bls. 11-14 í nemendahefti þar sem fjallað er um ólíkar tegundir af skaðlegri hegðun. Hver hópur mun taka fyrir eina blaðsíðu og ræða afleiðingarnar, bæði fyrir þolendur og gerendur. Mikilvægt er að útskýra vel fyrir nemendum hvað langtíma og skammtíma afleiðingar eru. Afleiðingarnar, sem um ræðir, eru tvenns konar, annars vegar skammtímaafleiðingar og hins vegar langtímaafleiðingar. Skammtímaafleiðingar eru þær sem verða um leið og ofbeldið á sér stað eða strax í kjölfarið. Langtímaafleiðingar eru þær sem verða næstu mánuði eða jafnvel næstu árin. Til þess að ræða langtímaafleiðingar skuluð þið velta fyrir ykkur hvað myndi verða um þann sem héldi áfram að vera í sambandi þar sem ofbeldi hefur staðið í langan tíma. — Hér væri hægt að skipta upp kennslustundinni — 3. hluti 15 mín Verkefni 5 bls. 11-14 í nemendahefti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=