Örugg saman - kennarahefti

32 Skrifið „Stjórna því hvernig einhver hugsar“ á töfluna. Oft og tíðum reyna þeir, sem beita aðra kúgun eða ofbeldi, að kenna þolandanum um ofbeldið og fá þann sem verður fyrir því til að halda að það sé honum sjálfum að kenna. Með því að láta þolanda finnast hann eiga sök á ofbeldinu er verið að ráðskast með hann. Ef þolanda finnst ofbeldið hans sök þá: A Mun hann leggja sig meira fram um að geðjast þeim sem beitir ofbeldinu. B Finnst honum sá sem beitir ofbeldinu ekkert svo slæmur. C Þarf sá, sem beitir ofbeldinu, ekki að taka ábyrgð á hegðun sinni. Stundum vill sá eða sú sem beitir ofbeldi að þolandinn vorkenni honum eða henni. Gerandinn vill að manneskjunni, sem hann níðist á, finnist hún þurfa að bjarga eða hjálpa honum. Ef þolandinn vorkennir þeim sem beitir hann ofbeldi, eða finnst að hann þurfi á honum að halda, er um leið ólíklegra að þolandinn slíti sambandinu. Þegar aðili, sem beitir ofbeldi, fær þolanda til að finnast að hann verði að vera áfram í sambandinu, þótt hann vilji það ekki, er það stjórnsemi og kúgun. Dragið saman með eftirfarandi hætti: Nokkrar ástæður þess að sumir beita kærustu sína eða kærasta ofbeldi eru að þeir vilja stjórna hvernig manneskjan hegðar sér, hvernig henni líður og hvernig hún hugsar.  Aðrar ástæður fyrir ofbeldi í samböndum Útskýrið: Í dæmisögunum sem við fórum yfir, voru kannaðar ólíkar ástæður þess að fólk beitir aðra ofbeldi. Algeng ástæða ofbeldis og kúgunar er löngun til að stjórna eða ráðskast með hvernig kærasta eða kærasti hagar sér, hugsar eða hvernig henni eða honum líður. Hér eru nokkrar aðrar ástæður sem geta legið að baki (skrifið þær á töfluna ef tími vinnst til): A Einstaklingurinn telur að svona sé eðlilegt að haga sér. B Væntingar einstaklingsins og öryggisleysi fá hann til að halda að hann þurfi vald yfir öðrum. C Einstaklingurinn hefur lært að hann geti náð sínu fram með því að níðast á öðrum. D Einstaklingurinn þekkir ekki aðrar (ofbeldislausar) leiðir til að takast á við reiði, vonbrigði eða árekstra. 2. hluti 10 mín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=