31 Dæmisaga 2 – Spurningar: 1. Hvernig vill Ragnhildur að Öldu líði? Hugsanleg svör: Illa. Að Alda sé ábyrg fyrir gerðum hennar. Ráðvillt. Sakbitin. Að Alda vorkenni henni. 2. Hvað vill Ragnhildur að Alda hugsi? Hugsanleg svör: Vanlíðan hennar er Öldu að kenna. Hún þarfnast hennar. 3. Hvers vegna vill Ragnhildur að Öldu líði þannig og hugsi þannig? Hugsanleg svör: Til að Ragnhildi þurfi ekki að líða illa yfir því sem hún gerir. Hún vill ekki að Alda hætti með henni. 4. Hvernig fær Ragnhildur Öldu til að hugsa á þann hátt og til að líða þannig? Hugsanleg svör: Með því að kenna Öldu um hegðun sína. Með því að fá Öldu til að vorkenna sér. Með því að hóta að skaða sjálfa sig ef Alda hætti með henni. Með því að láta Öldu líða eins og hún þurfi að bjarga henni. Útskýrið: Þriðja ástæða þess að einhver beitir ofbeldi eða kúgun er sú að hann vill stjórna því hvernig einhver hugsar. DÆMISAGA 2: RAGNHILDUR OG ALDA Ragnhildur og Alda hafa verið saman í nokkra mánuði. Undanfarið hafa þær rifist mikið. Alda er reið og svekkt. Svo virðist sem samband þeirra ætli ekkert að skána. Alda hefur leitað hughreystingar hjá Hugrúnu, vinkonu sinni. Vinátta þeirra Hugrúnar gerir Ragnhildi svo afbrýðisama að þær Alda rífast enn meira. Í síðustu viku sagði Alda Ragnhildi að hún væri ekki viss um að samband þeirra ætti eftir að endast. Ragnhildur sagði að ef hún myndi bara hætta að daðra og halda framhjá sér með Hugrúnu myndu þær hætta að rífast og verða hamingjusamar á ný. Alda sagði að Hugrún væri bara vinkona sín en það skipti hvort eð er ekki máli því ef þær myndu ekki rífast um afbrýðisemina í Ragnhildi myndu þær bara rífast um eitthvað annað. Seinna sama kvöld hringdi Ragnhildur grátandi í Öldu. Hún sagðist þarfnast hennar og að hún þyldi ekki að missa hana til annarrar stelpu. Hún sagði að það besta sem fyrir hana hefði komið hefði verið að kynnast Öldu. Ef Alda segði henni upp myndi hún skaða sjálfa sig. Síðan hefur Ragnhildur hringt nokkrum sinnum í viðbót og sagt að hún muni skaða sjálfa sig ef Alda fari frá henni. Öldu finnst hún vera í sjálfheldu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=