Örugg saman - kennarahefti

30 Dæmisaga 1 – Spurningar: 1. Hvernig vill Helgi að Elvu líði? Hugsanleg svör: Óánægð með sjálfa sig. Ósjálfbjarga. Eins og hún þurfi Helga til að sjá um sig. Hjálparvana. Einskis nýt. 2. Af hverju skyldi Helgi vilja að Elvu líði þannig? Hugsanleg svör: Þá er síður hætta á að hún fari frá honum. Til að hann hafi meira vald yfir henni. Til að honum finnist hann vera máttugur. 3. Hvernig fer Helgi að því að láta Elvu líða þannig? Hugsanleg svör: Með því að gera lítið úr henni en segja um leið að hann sé til staðar til að hugsa um hana. Með því að reyna að sannfæra hana um að enginn annar vilji vera með henni. Útskýrið: Önnur ástæða þess að fólk beitir kærustu eða kærasta kúgun eða ofbeldi er sú að það vill stjórna því hvernig viðkomandi líður. Skrifið „Stjórna líðan“ á töfluna. Sumir afsaka kúgunina með því að segja að gerandinn sé bara að reyna að hjálpa kærustunni eða kærastanum til að verða vinsælli, til að nýta tíma sinn betur eða til að hún eða hann sé örugg(ur). Eftir því sem líður á sambandið ágerist þessi hegðun, sá sem stjórnar fer að skipta sér af persónulegum ákvörðunum um skólann, fataval, fjölskyldu og vini. Oft og tíðum vilja þeir sem beita kúguninni að hinum aðilanum líði illa og sé ósáttur við sjálfan sig, sé háður kærustunni eða kærastanum og þar af leiðandi séu minni líkur á að hann hætti með þeim sem beitir kúguninni. Í sögunni hér á undan tengir Helgi saman ástúð (ég elska þig svo mikið) og kúgun til að ráðskast með Elvu. Þannig sést að stundum beitir fólk kúgun til að stjórna hegðun annarra og stundum til að stjórna líðan þeirra. Látið nemanda lesa upphátt fyrir bekkinn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=