Örugg saman - kennarahefti

29  Fólk beitir ofbeldi til þess að stjórna öðrum og ráðskast með aðra Markmið fyrsta hluta er að hjálpa nemendum að skilja að fólk beitir ofbeldi til þess að stjórna öðrum og ráðskast með hvernig aðrir haga sér, hvernig þeim líður og hvernig þeir hugsa. Ef nemendur skilja hvernig þetta ráðríki gengur fyrir sig aukast líkurnar á að þeir geti sjálfir varist slíku. Útskýrið: Í fyrstu kennslustund ræddum við hvernig við viljum að aðrir (þ.m.t kærasti eða kærasta) komi fram við okkur og einnig ræddum við um ofbeldisfulla hegðun, bæði líkamlega og andlega. Í dag ætlum við að ræða um af hverju fólk beitir aðra kúgun og ofbeldi. Ef flestir vilja láta koma fram við sig af umhyggju og virðingu og vilja koma fram við aðra á sama hátt, af hverju á þá ofbeldi sér stað í sumum samböndum? Skrifið upp á töflu „Af hverju beitir fólk ofbeldi?“ Við ætlum að lesa tvær dæmisögur og svo ætla ég að spyrja ykkur nokkurra spurninga út frá þeim svo við getum reynt að átta okkur á því af hverju fólk beitir aðra ofbeldi. Verkefni 4. Fáið tvo sjálfboðaliða (eða veljið) og biðjið þá að lesa dæmisögurnar. Biðjið alla nemendurna að fletta á bls. 10 í nemendaheftinu. Látið nemanda lesa upphátt fyrir bekkinn 2. kennslustund 1. hluti 12 mín Verkefni 4 bls. 10 í nemendahefti DÆMISAGA 1: HELGI OG ELVA Helgi og Elva eru búin að vera saman í tvo mánuði. Á laugardagskvöldi kemur Helgi heim til Elvu og þau eru að fara í bíó. Elva bíður eftir honum í dyrunum í nýjum fötum. Helgi kyssir hana og spyr svo hvort hún ætli ekki að skipta um föt. Elva verður miður sín, hún segir að hún hafi keypt þessi föt einmitt fyrir kvöldið. Helgi andvarpar, klappar henni á öxlina og segir: „Elva, enginn annar myndi þola þetta. Ég veit ekki af hverju ég elska þig svona mikið. Ég þarf að sjá um allt fyrir þig“. Svo fer hann inn í herbergi Elvu og velur önnur föt á hana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=