Örugg saman - kennarahefti

28 Hugmyndin að baki: Helsta markmið þessarar kennslustundar er að nemendur átti sig á að ofbeldi í nánum samböndum einkennist af stjórnsemi. Þegar einhver er í nánu sambandi, þar sem kúgun eða ofbeldi á sér stað, á viðkomandi oft erfitt með að sjá að verið sé að ráðskast með hann. Oft og tíðum líta þolendur á hegðun kærustu eða kærasta sem óstjórnlega reiði, afbrýðisemi eða öryggisleysi. Ef nemendur geta borið kennsl á stjórnsemi í hegðun í dæmisögunum er líklegra að þeir geti borið kennsl á svipaða hegðun í eigin lífi. Æfingarnar í þessari kennslustund felast meðal annars í umræðum í bekknum og hópavinnu. Þannig fá nemendur tækifæri til að ræða almennt um ofbeldi við jafnaldra sína í skipulögðu og jákvæðu umhverfi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=