Örugg saman - kennarahefti

27 Af hverju beitir fólk ofbeldi? Í þessari kennslustund ræða nemendur saman um dæmisögur í stórum og litlum hópum og átta sig þannig á orsökum og afleiðingum ofbeldis og kúgunar í nánu sambandi. Í lok tímans eiga nemendur að: • Geta lýst þeim þáttum ofbeldis sem einkennast af stjórnsemi og því að ráðskast með fólk. • Geta áttað sig á hvenær ofbeldi eða kúgun á sér stað í nánu sambandi. • Vera gagnrýnir á mýtur um af hverju ofbeldi á sér stað í nánum samböndum. • Hafa áttað sig á að ofbeldi í nánu sambandi er alvarlegt mál. • Hafa áttað sig á að ofbeldi er ekki sök þolanda. • Geta lýst alvarlegum skammtíma- og langtímaafleiðingum kúgunar og ofbeldis. • Geta borið kennsl á vísbendingar um að einhver búi við ofbeldi (sé þolandi) eða beiti ofbeldi (sé gerandi). Undirbúningur: • Lesa hugmyndina að baki þessari kennslustund. • Hengja upp grunnreglurnar ef þær voru teknar niður. Tillaga um skiptingu tímans: Hægt er að skipta þessari kennslustund upp ef tími er knappur, þar sem mikið efni er tekið fyrir í þessum kafla: 1 + 2 hluti = ein kennslustund 3 + 4 hluti = ein kennslustund. 2. kafli – Yfirlit yfir 2. kennslustund Heildartími: u.þ.b. 40 mín 1. hluti: (12 mín) Fólk beitir ofbeldi til þess að stjórna öðrum og ráðskast með aðra. 2. hluti: (10 mín) Aðrar ástæður fyrir ofbeldi í samböndum. 3. hluti: (15 mín) Afleiðingar ofbeldis í samböndum. 4. hluti: (3 mín) Samantekt. Upplýsingar fyrir kennara áður en kennsla hefst

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=