26 Útskýrið: Sumt af því sem talið er upp í listanum yfir skaðlega hegðun, eins og framhjáhald eða hegðun sem stjórnast af tilfinningum (t.d. afbrýðisemi eða að láta aðra fá sam viskubit), þarf ekki að vera kúgun ef um er að ræða stakan atburð. En þegar þessi hegðun brýst oft fram eða þegar hún er notuð til þess að ráðskast með, stjórna, ná valdi yfir eða fá manneskju til að líða illa þá er hún orðin vandamál. Allt líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi er hins vegar ofbeldi, jafnvel þó um sé að ræða stakan atburð. Meginatriði: • Bæði stelpur og strákar geta verið þolendur kúgunar og ofbeldis. • Bæði stelpur og strákar geta verið gerendur kúgunar og ofbeldis. • Unglingar úr öllum hverfum og frá ólíkum heimilum (fjárhagslega, menningarlega) geta orðið fyrir kúgun eða ofbeldi í samböndum. • Ofbeldi í sambandi getur komið fyrir hvern sem er. • Ofbeldi í samböndum verður næstum alltaf endurtekið ferli. Það hverfur ekki bara upp úr þurru. • Oft eykst ofbeldið með tímanum. Samantekt Útskýrið: Þið ráðið sjálf og getið sett mörk um hvernig þið viljið að kærasti eða kærasta komi fram við ykkur. Þið ákveðið líka hvernig þið komið fram við aðra (þ.m.t. kærasta/kærustu). Allir þurfa að vita hvernig á að fást við kúgun og ofbeldi í samböndum af tveimur ástæðum. Annars vegar ef svo færi að þeir lentu sjálfir í sambandi þar sem ofbeldi á sér stað og hins vegar ef vinur eða vinkona er í ofbeldisfullu sambandi og leitar til manns til að fá hjálp. Sá, sem veit hvernig hann vill láta koma fram við sig, á auðveldara með að gera sér grein fyrir hvort ofbeldi eða misnotkun á sér stað í sambandi. Notið ykkar eigin lista yfir skaðlega hegðun sem mælistiku á það hvort þið verðið fyrir kúgun eða ofbeldi. Ef kærastinn eða kærastan kemur ekki fram við ykkur á þann hátt sem þið viljið þurfið þið að ákveða hvort þið viljið vera áfram í þessu sambandi. Að lokum eruð þið hvött til þess að kynna ykkur staðreyndir um ofbeldi í samböndum á bls. 9 í nemendahefti. 7. hluti 3 mín
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=