25 Útskýrið: Í ljósi þess, sem við höfum rætt í dæmisögunum, langar mig til að við skilgreinum kúgun eða ofbeldi í samböndum og samskiptum. Dragið saman helstu atriðin úr umræðum ykkar, þar á meðal þessi: Skaðleg hegðun telst ofbeldi/misnotkun: • Þegar hún er til þess að ráðskast með fólk. • Þegar hún er til þess að stjórna fólki. • Þegar hún verður til þess að manni líður illa í eigin skinni eða líður illa út af fólki sem stendur manni nærri, vinum, fjölskyldu o.s.frv. • Þegar maður verður hræddur við kærastann eða kærustuna. • Kærasta/kærasti getur misnotað á líkamlegan, andlegan eða kynferðislegan hátt. • Alltt ofbeldi er jafn alvarlegt. Líkamlegt • Slá • Klóra • Ýta • Klípa • Kæfa • Hrækja • Hrista • Hrinda • Þvinga • Bíta • Hárreita • Nota vopn • Henda hlutum • Hindra fólk í að fara burt • Áreita • Nauðga • Neyða til kynferðislegra athafna • Skemma eignir annarra • Koma fram á ógandi hátt • Kvelja dýr Andlegt • Uppnefna • Lítilsvirða skoðanir eða lífsgildi • Hunsa tilfinningar • Láta viðkomandi einangrast • Sýna afbrýðisemi • Ljúga • Hræða viðkomandi • Halda framhjá • Vekja sektarkennd • Dreifa kjaftasögum • Hóta að meiða • Hóta að meiða sjálfa(n) sig • Nota kynferðislega niðurlægjandi nöfn • Lítilsvirða skoðanir um kynlíf • Gera lítið úr vinum eða fjölskyldu • Niðurlægja einhvern frammi fyrir öðrum eða einslega • Reiðast ofsalega af litlu tilefni Að þekkja skaðlega hegðun
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=