Örugg saman - kennarahefti

24 Dæmisaga 2: Spurningar 1. Beitir Skúli valdi? Rökstyðjið svörin - Skrifið svörin á töfluna. 2. Beitir Sigrún valdi? Rökstyðjið svörin - Skrifið svörin á töfluna. Athugið. Hér má benda á að ofbeldi í samböndum er ekki alltaf klippt og skorið. Manneskjan sem í hlut á getur verið yndisleg, skilningsrík og rómantísk yfirleitt en við ákveðnar aðstæður verður hún stjórnsöm og vill ráða.  Skaðleg hegðun og skilgreining ofbeldis í samböndum • Eins og þið sjáið í vinnubókunum ykkar (bls. 8) er margt sem telst til skaðlegrar hegðunar. • Er eitthvað þarna sem kemur ykkur á óvart? • Viljið þið bæta einhverju við þennan lista? • Hvenær er skaðleg hegðun orðin að ofbeldi eða kúgun? Hvenær er skaðleg hegðun orðin að ofbeldi eða kúgun? Gott er að lesa listann upp fyrir nemendur. Spyrjið: Hvernig getur ný tækni eins og farsímar, tölvupóstsamskipti, samfélagsmiðlar, spjallsíður og fleira í þeim dúr verið notuð til að kúga eða beita einhvern ofbeldi í sambandi? Hugsanleg svör: Að senda einhverjum móðgandi skilaboð, að birta persónulegar eða viðkvæmar myndir, að fylgjast stöðugt með einhverjum, að dreifa kjaftasögum um einhvern, að hóta eða hræða. 6. hluti 7 mín DÆMISAGA 2 : SIGRÚN OG SKÚLI Sigrún á margar góðar og nánar vinkonur. Henni finnst gaman að fara með þeim í bíó eða hanga saman heima hjá einhverri þeirra. Fyrir þremur mánuðum kynntist hún Skúla, þau urðu ástfangin og eru saman öllum stundum. Vinkonum Sigrúnar líkar vel við Skúla en þær sakna þess að vera stundum einar með Sigrúnu. Sigrúnu langar líka að geta stundum verið ein með vinkonum sínum. Í hvert sinn, sem hún segir Skúla að hún ætli að hitta þær, segir Skúli henni hversu mikið hann eigi eftir að sakna hennar þegar hún er ekki með honum og hann vilji alltaf hafa hana hjá sér. Sigrún elskar Skúla og vill ekki særa hann. Þess vegna fær hún svo mikið samviskubit við tilhugsunina um að Skúli verði einn að hún getur ekki hitt vinkonur sínar, þó ekki væri nema í nokkrar klukkustundir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=