Örugg saman - kennarahefti

23  Hvað er ofbeldi og hvað er kúgun? Markmið fimmta hluta kennslustundarinnar er að leyfa nemendum að rökræða um hvað kúgun og ofbeldi eru og byrja að skýra þessi atriði fyrir bekknum. Útskýrið: Stundum er hegðun greinilega ofbeldisfull en stundum getur verið erfitt að sjá hvort um ofbeldi er að ræða því ýmislegt fleira getur verið í gangi. • Flettið upp á verkefni 3 á bls. 7 í nemendahefti, Ofbeldi í nánum samböndum. Veljið tvo nemendur til að lesa dæmisögurnar. • Eftir hverja sögu spyr kennari nemendur spurninganna sem fylgja. Takið fram að ekki er um að ræða nein rétt eða röng svör. • Skrifið svör nemenda á töfluna við þeim spurningum sem byrja á „Af hverju?“ Þessi svör munu hjálpa nemendum að geta skilgreint ofbeldi og kúgun. Dæmisaga 1: Spurningar 1. Beitti Jói valdi? Rökstyðjið svörin – Skrifið svörin á töfluna. Athugið. Þegar fólk er að stofna til og slíta sambandi verður það oft fyrir sárindum og erfiðri reynslu en slíkt er ekki alltaf kúgun eða ofbeldi. Misskilningur og hugsunarleysi getur látið fólki líða illa auk þess sem sambandsslit eru oft sár án þess að það sé neinum að kenna. Slíkt er þó yfirleitt hægt að leysa með því að báðir aðilar ræði hreinskilnislega um málið. 5. hluti 10 mín DÆMISAGA 1: KRISTÍN OG JÓI Kristín og Jói hafa verið saman í nokkrar vikur. Jóa líkar vel við Kristínu en hann er ekki ástfanginn. Hann langar til að vera með annarri stelpu sem er með honum í heimilisfræði. Þegar hann segir Kristínu að hann vilji ekki lengur vera með henni verður hún reið. Svo fer hún að gráta. Jóa finnst þetta óþægilegt, hann veit ekki hvað hann á að segja en hann vill ekki vera með henni lengur. Verkefni 3 Bls. 7 í nemendahefti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=