22 Á þessu blaði er mynd af manneskju og talið upp hvernig fólk í nánu sambandi getur komið fram hvort við annað. Manneskjan táknar ykkur sjálf. Á heilu línunum við hlið hennar skrifið þið tvö mikilvægustu atriðin um hvernig þið viljið láta koma fram við ykkur. Þessi tvö atriði eru grundvallaratriði, eða þau atriði sem ykkur finnst alveg nauðsynlegt að séu til staðar í nánu sambandi. Ekkert samband er fullkomið. Það er samt mikilvægt að hugsa um hvað skipt ir mann mestu máli og geta sett mörk varðandi hverskonar framkomu maður sættir sig við. Á punktalínurnar fimm skrifið þið síðan fleiri atriði sem ykkur þykir mikilvægt að séu til staðar í samskiptum við aðra. Þið getið einnig skrifað atriði sem eru ekki á þessum lista. Þið þurfið ekki að deila þessum upplýsingum með öðrum frekar en þið viljið. Gefið nemendum nokkrar mínútur til þess að lesa listann yfir og velta fyrir sér eigin reynslu áður en þeir byrja að fylla út línurnar. Gefið þeim nægan tíma til að skrifa. Ekki er nauðsynlegt að skrifa í allar línur, ef einhverjum reynist það erfitt. Eru einhverjir sem vilja deila með okkur hinum hvaða tvö atriði þeim fundust mikilvægust? Leyfið nokkrum nemendum að tjá sig. Þegar kemur að því að þið farið að vera á föstu er gott að kíkja aftur á listann og athuga hvort þið fáið örugglega það sem skiptir ykkur mestu máli. Við get um öll sett mörk um hvernig við viljum að aðrir komi fram við okkur. Ef þið fáið ekki það sem skiptir ykkur mestu máli í sambandinu, þá þurfið þið að ákveða hvort þið viljið vera í þessu sambandi eða ekki. Hvernig vil ég koma fram við aðra í nánu sambandi? Í framhaldi af þessu ætla ég að biðja ykkur að fletta á bls. 6 í nemendaheftinu, en þar er verkefni sem fjallar um hvernig þið viljið sjálf koma fram við aðra í nánu sambandi. Öll sambönd eru samvinna tveggja aðila og því er ekki síður mikilvægt að velta fyrir sér hvers konar kærasti eða kærasta maður vill vera þegar í náið samband er komið. 4. hluti 3 mín Verkefni 2 Bls. 6 í nemendahefti
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=