Örugg saman - kennarahefti

21 Kynnið fyrir nemendum: Það eru til ýmis konar sambönd og samskipti og merking orðanna getur verið ólík eftir því hver á í hlut. Spyrjið nemendurna: Hvað gerir fólk saman þegar það er á föstu? Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir um óformleg samskipti, svo sem að fara í sund eða hanga saman í félagsmiðstöðinni, skuluð þið skjóta inn í að slík samskipti séu líka dæmi um það að vera saman. Útskýrið: Hugtakið „að vera saman“ verður hér notað um ýmis samskipti eins og þau sem við vorum að ræða, jafnvel þó þau séu mjög óformleg.  Hvernig ég vil að komið sé fram við mig í nánu sambandi? Markmið þessa hluta er að unglingar velti fyrir sér hvernig þeir vilja láta koma fram við sig. Það er mikilvægt að leggja áherslu á að unglingarnir geti sjálfir sett mörk um hvernig þeir vilja að aðrir komi fram við sig. Útskýrið: Þrátt fyrir að við eigum í samskiptum við fólk á ólíkum forsendum leitum við oft að sömu þáttunum í fari fólks sem við viljum hafa nálægt okkur. Við viljum öll að borin sé virðing fyrir skoðunum okkar, að stutt sé við drauma okkar og að við fáum stuðning þegar illa gengur. Þó svo að sambönd okkar við foreldra, besta vin eða vinkonu, kærustu eða kærasta séu að ýmsu leyti ólík má finna fjölmargt sem er eins. Fólk, sem þykir vænt um okkur, segir nefnilega og gerir það sem fær okkur til að líða vel og vera sátt við okkur sjálf. Kannski langar mann til að kærastan eða kærastinn komi fram við mann á sérstakan hátt. Þessi æfing er sett fram til að þið hugsið um það hvernig þið viljið að komið sé fram við ykkur í nánu sambandi. Nemendur fletta upp á verkefni 1 á bls. 5 í nemendahefti, Hvernig vil ég að komið sé fram við mig í nánu sambandi? 3. hluti 5 mín Verkefni 1 Bls. 5 í nemendahefti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=