Örugg saman - kennarahefti

20 1. kennslustund  Námsefnið Örugg saman kynnt Fyrsta hluta kennslustundarinnar er ætlað að kynna námsefnið og skapa öruggt og þægilegt umhverfi til umræðna. Mikilvægt er að nemendur átti sig á því að námsefnið er ætlað öllum, hvort sem þeir eru í nánu sambandi eða ekki. Verkefnin í þessum hluta eru ekki síst til þess fallin að fá nemendur, sem eru ekki byrjaðir í sambandi, til að hugsa um hluti sem geta búið þá undir samband í framtíðinni. Kynnið fyrir nemendum: Í þessu námsefni munum við ræða um hluti eins og: • Hvernig viljið þið að kærasti eða kærasta komi fram við ykkur? • Hvernig viljið þið koma fram við kærustu eða kærasta? • Hvað er misnotkun, kúgun og ofbeldi í nánum samböndum? • Hvernig eru góð samskipti og hvernig á að leysa vandamál svo að náin sambönd séu farsæl og laus við ofbeldi eða kúgun? Sum ykkar eruð ekkert byrjuð að spá í að vera á föstu og það er í fínu lagi. Það sem við ræðum um hér er fyrir alla því það fjallar um að eiga í eðlilegum, farsælum og skemmtilegum samskiptum. Verið vakandi fyrir því að erfitt getur verið að ræða um ofbeldi í nánum samböndum vegna þess að um er að ræða náin persónuleg samskipti. Farið stuttlega í gegnum grunnreglur í samskiptum sem hengdar voru upp í bekknum. Leggið áherslu á mikilvægi þess að halda trúnað (það sem er sagt hér inni á ekki að fara lengra). Spyrjið nemendur hvort þeim detti í hug fleiri grunnreglur. Bætið þeim á blaðið. Hafið grunnreglurnar vel sýnilegar svo hægt sé að vísa til þeirra í kennslustundunum sem á eftir koma.  Hvað er það að vera saman? Markmið annars hluta kennslustundarinnar er að fá nemendur til þess að skilja að það að vera saman, eins og það er notað í þessu námsefni, felur meðal annars í sér óformleg samskipti eins og að fara í bíó með vinahópi, hanga í verslunarmiðstöð, hlusta á tónlist heima hjá einhverjum, fara saman í sund o.s.frv. Þessi hluti er settur fram til þess að koma nemendum í gang í námsefninu. Í þessum hluta er notað orðalagið „náið samband“ um það þegar fólk er á föstu. Ekki hika við að nota önnur orð, sem þið teljið eiga betur við, eða slangur sem nemendur nota. 1. hluti 7 mín 2. hluti 5 mín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=