18 Ástúðleg sambönd og skilgreining ofbeldis Í þessari kennslustund er námsefnið kynnt fyrir nemendum með umræðum og verkefnum auk þess sem nemendur eru hvattir til að hugsa um hvernig þeir vilji láta koma fram við sig í nánum samböndum. Nemendur munu ræða um dæmisögur og skoða tölulegar upplýsingar og þannig skilgreina hvað ofbeldi og kúgun eru í nánum samböndum. Í lok tímans eiga nemendur að: • Geta greint frá því hvað skipti þá mestu máli í nánum samböndum. • Hafa áttað sig á því hvernig þeir geta sett mörk um hvernig þeir vilja að komið sé fram við sig og hvernig þeir koma fram við aðra í nánu sambandi. • Geta borið kennsl á skaðlega hegðun í nánum samböndum. • Geta borið kennsl á andlegt og líkamlegt ofbeldi í nánum samböndum. Nemendurnir eru einnig líklegri til að: • Átta sig á hvenær um ofbeldi er að ræða. • Vera betur á varðbergi fyrir hættunni á að verða sjálfir fyrir ofbeldi eða kúgun. • Hafna því að kúgun eða ofbeldi sé eðlileg hegðun í nánum samböndum. Undirbúningur fyrir kennslu: • Senda bréf til að upplýsa foreldra um námsefnið. • Lesa hugmyndina að baki þessari kennslustund. • Setja á blað grunnreglur í samvinnu við nemendur um það hvernig ræða skuli viðkvæm mál. Reglurnar skulu vera vel sýnilegar í kennslustofunni. Dæmi: Gæta trúnaðar, hlusta þegar aðrir tala, sýna virðingu, vanda málfar (t.d. ekki bölva), nemandi þarf ekki að tjá sig ef hann vill það ekki o.s.frv. • Lesa yfir staðreyndir um ofbeldi í samböndum á bls. 9 í nemendahefti. 1. kafli Yfirlit yfir 1. kennslustund Heildartími: u.þ.b. 40 mín 1. hluti: (7 mín) Námsefnið kynnt. 2. hluti: (5 mín) Hvað er það að vera saman? 3. hluti: (5 mín) Hvernig vil ég að komið sé fram við mig í nánu sambandi? 4. hluti: (3 mín) Hvernig vil ég koma fram við aðra í nánu sambandi? 5. hluti: (10 mín) Hvað er ofbeldi og hvað er kúgun? 6. hluti: (7 mín) Skaðleg hegðun og skilgreining ofbeldis í samböndum. 7. hluti: (3 mín) Samantekt. Upplýsingar fyrir kennara áður en kennsla hefst
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=