17 Lagakerfið hjálpar ef til vill ekki heldur til Unglingar sem verða fyrir ofbeldi í sambandi eiga ekki greiða leið í lagakerfinu. Flest lög um heimilisofbeldi taka ekki til ofbeldis í samböndum í skilgreiningum sínum og í flestum dómstólum eiga þeir sem ekki eru sjálfráða sér ekki sjálfstæðan sess. Þeir sem eru undir lögaldri geta t.d. vanalega ekki kært eða beðið um nálgunarbann nema forsjáraðili mæti með þeim. HVAÐ GETUM VIÐ GERT TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR OFBELDI Í SAMBÖNDUM OG SAMSKIPTUM? Ef ofbeldi á sér einu sinni stað í sambandi er líklegt að það muni endurtaka sig. Bæði menn og konur nefna afbrýði og óstjórnlega reiði sem helstu ástæðu ofbeldis í samböndum. Að kúga og beita ofbeldi er oft notað til að ná völdum og stjórn í sambandinu. Sé því valdajafnvægi ögrað er það álitið ógnun. Í námsefninu Örugg saman er skoðað af hverju fólk beitir ofbeldi og misnotkun (2. kennslustund) og hvað hægt er að gera ef maður sjálfur eða vinur er þolandi eða gerandi ofbeldis (3. kennslustund). Einnig eru settar fram lykilhugmyndir til að koma í veg fyrir ofbeldi í samböndum og samskiptum, þar með talið að breyta staðalmyndum kynjanna (4. kennslustund), takast á við tilfinningar — sérstaklega reiði — á heilbrigðan og ofbeldislausan máta og efla árangursrík samskipti þar sem jafnvægi ríkir milli aðila (5. kennslustund). Einnig er fjallað sérstaklega um nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi (6. kennslustund). Örugg saman kennir unglingum hvernig þeir geta varið sig gegn ofbeldi, þó með áherslu á að þolandi beri aldrei ábyrgð á ofbeldinu, heldur beri gerandi alla ábyrgð á því. Ofbeldi í samböndum er alvarlegt mál sem þarf að ræða við nemendur eins snemma og unnt er. Með því sýna nemendum hvernig á að stofna til farsælla og heilbrigðra sambanda getur það dregið úr ofbeldi í samböndum, ekki bara á unglingsárunum heldur einnig til framtíðar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=