Örugg saman - kennarahefti

16 AF HVERJU ER OFBELDI Í SAMBÖNDUM UNGLINGA VIÐVARANDI VANDAMÁL? Unglingar taka málið ef til vill ekki alvarlega Tíðni ofbeldis í samböndum meðal unglinga getur að hluta til verið skýrt vegna viðhorfa þeirra sjálfra til þess. Unglingar sem þolendur gera oft lítið úr alvarleika málsins. Margir þeirra sjá ofbeldi og misnotkun sem hluta af „venjulegu“ sambandi. Rómantískar hugsanir um ást geta fengið unglinga til að sjá afbrýði, yfirráðasemi og ofbeldi sem tákn um ást. Örugg saman tekur á þessum málum í fyrstu kennslustund með því að skilgreina hvað er farsælt og heilbrigt samband annars vegar og ofbeldi og kúgun í sambandi hins vegar. Unglingar geta líka fundið fyrir miklum þrýstingi um að vera á föstu. Þar af leiðandi getur unglingur verið í ofbeldisfullu sambandi bara til að hafa einhvern. Hræðslan um að fólki líki ekki við mann getur einnig fengið ungling til að láta vilja ofbeldisfulls kærasta eða ofbeldisfullrar kærustu yfir sig ganga. Að auki er samskiptafærni unglinga óþroskaðri en fullorðinna og staðalmyndir kynjanna eiga oft meira upp á pallborðið á unglingsárunum en á öðrum tíma ævinnar. Fullorðnir taka málið ef til vill ekki alvarlega Fullorðnir geta einnig aukið á vandann þar sem þeir eiga það til að taka ofbeldi í samböndum unglinga ekki alvarlega. Þeir telja að unglingarnir vaxi einfaldlega upp úr því. Hins vegar getur ofbeldi í samböndum unglinga verið alveg jafn alvarlegt og meðal fullorðinna. Í stað þess að þau vaxi upp úr vandanum eru unglingar líklegri til að festast í farinu og byrja þar með ævilangan feril ofbeldis. Það er einnig þannig að margt ungt fólk veigrar sér við að ræða við fullorðna. Þó þetta sé eðlilegur hluti unglingsáranna að vilja halda persónulegum málum út af fyrir sig getur slík afstaða komið í veg fyrir að unglingur leiti sér hjálpar vegna ofbeldis. Unglingar í ofbeldisfullum samböndum leita oft fyrst til vinar. Þess vegna er í þessu námsefni kennslustund þar sem sérstaklega er farið yfir hvernig vinir geta hjálpað. Vegna þess að unglingar hika oft við að leita aðstoðar fullorðinna er mikilvægt að þeir fullorðnu sæki fram frekar en bíði þess að unglingurinn biðji um hjálp. Ef fullorðinn aðila grunar að um ofbeldi sé að ræða í sambandi unglinga ætti viðkomandi að ganga í málið strax.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=