Örugg saman - kennarahefti

15 • Ofbeldi í sambandi getur komið fyrir hvern sem er. • Ofbeldi í samböndum verður næstum alltaf endurtekið ferli. Það hverfur ekki bara upp úr þurru. • Oft eykst ofbeldið með tímanum. HVAÐ ER OFBELDI Í SAMBÖNDUM OG SAMSKIPTUM? Kærasta/kærasti getur beitt á líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Allt ofbeldi er jafn alvarlegt. Skaðleg hegðun telst ofbeldi/misnotkun: • Þegar hún er til þess að ráðskast með fólk. • Þegar hún er til þess að stjórna fólki. • Þegar hún verður til þess að manni líður illa í eigin skinni eða líður illa út af fólki sem stendur manni nærri, vinum, fjölskyldu o.s.frv. • Þegar maður verður hræddur við kærastann eða kærustuna. Ofbeldisfull hegðun getur innihaldið eftirfarandi: Það er mikilvægt að átta sig á að ofbeldisfullur kærasti eða ofbeldisfull kærasta getur bæði notað líkamlegt afl, særandi hegðun og orð sem árásartæki og að andlegt ofbeldi getur verið jafn alvarlegt og líkamlegt ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi: • Kynferðisleg áreitni (t.d. snerting, káf eða kossar) • Þvinga viðkomandi til samfara • Þvinga viðkomandi til annarra kynlífsathafna Andlegt ofbeldi: • Lítilsvirða skoðanir eða lífsgildi • Hunsa tilfinningar • Láta viðkomandi einangrast • Koma fram af afbrýðisemi • Ljúga • Hræða viðkomandi • Vekja sektarkennd • Hóta að meiða • Hóta að meiða sjálfa/n sig • Nota kynferðislega niðurlægjandi nöfn • Lítilsvirða skoðanir um kynlíf Líkamlegt ofbeldi: • Slá • Klípa • Hrista • Klóra • Ýta • Hrinda • Nota vopn • Bíta • Hóta • Hrækja • Toga í hár

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=