Örugg saman - kennarahefti

14 OFBELDI Í SAMBÖNDUM UNGLINGA Af hverju er mikilvægt að kenna nemendum svona snemma, jafnvel í grunnskóla, um ofbeldi í samböndum og forvarnir þess? Sagan byggir lauslega á sannri sögu um unga konu sem lést vegna ofbeldis í sambandi. Alls konar fólk þjáist vegna ofbeldis í samböndum; stelpur og strákar, af hvaða kynþætti sem er og hvaða efnahagsstöðu sem er; fólk sem kemur frá ofbeldisfullum heimilum og fólk sem gerir það ekki; fólk sem hefur verið í mörgum samböndum og fólk sem er í sínu fyrsta sambandi. Ofbeldi í samböndum er raunverulegt vandamál fyrir fjölda nemenda: • Bæði stelpur og strákar geta verið þolendur kúgunar og ofbeldis. • Bæði stelpur og strákar geta verið gerendur kúgunar eða ofbeldis. • Unglingar úr öllum hverfum og frá ólíkum heimilum geta orðið fyrir kúgun eða ofbeldi í samböndum. Saga Evu Eva kynntist Antoni í tíunda bekk. Þau fóru að vera saman stuttu eftir að þau kynntust og voru brátt óaðskiljanleg. Þegar fram liðu stundir varð Anton alltaf meira og meira yfirráðasamur gagnvart Evu. Hann hitti hana eftir hvern tíma, svo hún gat ekki eytt tíma með vinum sínum. Evu fannst þetta bara vera hans leið að sýna hversu mikið hann elskaði hana. Yfirráðasemi Antons og afbrýði jókst með tímanum. Hann sakaði Evu um að að daðra við aðra stráka. Dag einn sló hann hana. Eva var ráðvillt. Var þetta sami Anton og hún hafði orðið ástfangin af? Daginn eftir birtist Anton með blómvönd og bað um fyrirgefningu. Sambandið var ofbeldisfyllra með tímanum. Að lokum reyndi Eva að segja Antoni upp en hann hótaði að meiða bæði hana og sjálfan sig ef hún gerði það. Foreldra Evu fengu nálgunarbann á Anton en slíkt var mjög erfitt að fá, því að þrátt fyrir allt voru Eva og Anton bara unglingar, hvorki gift né í sambúð. Jafnvel eftir nálgunarbannið elti Anton Evu um allan skólann þar sem forsvarsmenn skólans reyndu ekki að framfylgja banninu. Þrátt fyrir allt er ofbeldi í samböndum unglinga ekkert stórmál eða það héldu yfirmenn skólans. Sagan endaði á hörmulegan máta dag einn þegar Anton réðst á Evu eftir skóla og stakk hana til bana með hníf. Allir veltu fyrir sér hvað hefði farið úrskeiðis, af hverju þau höfðu ekki áttað sig á því hversu alvarleg staðan væri. En hvernig hefðu þau geta vitað það? Þrátt fyrir allt voru Anton og Eva nú bara unglingar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=