13 • Þolandinn átti ofbeldið ekki skilið. Ofbeldið er ekki þolandanum að kenna. Engin á skilið að verða fyrir ofbeldi. • Leyfið þolandanum að taka eigin ákvarðanir. Virðið rétt þolandans til þess að taka ákvarðanir þegar hann er tilbúinn til þess. Við erum öll sérfræðingar í okkar eigin lífi. • Gerið öryggisáætlun. Hvað hefur þolandinn gert fram að þessu til að tryggja öryggi sitt? Dugar það? Getur þolandinn leitað á öruggan stað ef hann þarf að komast í burt í skyndi? • Veitið aðstoð. Finnið út hvaða úrræði eru í boði í samfélaginu. Hvaða ráðgjöf er til staðar? Hvað ef þú telur að nemandi sé í bráðri líkamlegri hættu? Nemandi gæti sagt frá því að hann sé í bráðri hættu á að verða fyrir líkamlegum áverkum af hendi þess sem hann eða hún á í sambandi við. Takið slíkar uppljóstranir alvarlega. Grípið til aðgerða til að hjálpa nemandanum að ræða við viðeigandi aðila innan skólans, foreldra sína og lögreglu. Hvað ef foreldrum finnst málið óþægilegt og vilja ekki að börnin þeirra taki þátt í kennslustundum sem þessum? Einstaka sinnum getur það gerst að foreldrar lýsi yfir ákveðnum efasemdum um námsefnið Örugg saman. Stundum er þetta af því að þau þekkja lítið til innihaldsins. Leyfið foreldrum að skoða námsefnið. Örugg saman inniheldur ekki opinskáar kynferðislegar lýsingar og hvetur ekki eða ýtir á að stofnað sé til sambanda. Sumir foreldrar vilja ef til vill ekki að börnin þeirra eigi kærustu eða kærasta fyrr en þau eru orðin eldri. Gætið þess að virða ákvörðun þeirra. Segið foreldrum frá algengi ofbeldis í samböndum unglinga og mikilvægi þess að takast á við málið með forvörnum. Ræðið aðrar áhyggjur sem þau geta haft (sjá upplýsingar til foreldra bls. 69).
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=