11 HVERJIR VEITA AÐSTOÐ OG/EÐA UPPLÝSINGAR? • Foreldrar/forráðamenn • Starfsfólk skólans – Kennarar, skólahjúkrunarfræðingar, skólasálfræðingar, námsráðgjafar o.s.frv. • Heilsugæslustöðvar • Barnaverndarnefndir (http://www.bvs.is/almenningur/barnaverndarnefndir og í síma 112) • Lögreglan • Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi (sími 543-2085 og 543-2000) • Stígamót (www.stigamot.is, sími 562-6868 og 800-6868) • Kvennaathvarfið (www.kvennaathvarf.is, sími 561-3720 og neyðarnúmer 561-1205) • Aflið - samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi (www.aflidak.is) • Upplýsingavefur um geðheilsu ungmenna (www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/gedraekt) • Drekaslóð (www.drekaslod.is, sími 551-5511) • Þjónustumiðstöðvar í Reykjavík • Fjölskylduráðgjöf sveitafélaga • Hjálparsími Rauða krossins 1717 • Tótalráðgjöfin (http://www.attavitinn.is/total-radgjof) • Sjálfstæðir sálfræðingar, félagsráðgjafar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn • Umboðsmaður barna (www.barn.is) HVAÐ ÞARF AÐ HAFA Í HUGA ÞEGAR VERIÐ ER AÐ KENNA ÖRUGG SAMAN? 1. Í fyrsta tímanum er mikilvægt að skapa andrúmsloft trausts og öryggis í hópnum. Ræðið grunnreglurnar (sjá undirbúning fyrir 1. kennslustund bls. 18) og gætið þess að nemendur fylgi þessum reglum í öllum kennslustundunum. 2. Gætið þess að nemendur noti ekki raunveruleg nöfn eða gefi frá sér of nákvæmar upplýsingar þegar þau eru að segja frá. 3. Hafið í huga að sumir nemendanna gætu hafa verið þolendur ofbeldis í samböndum eða annars konar ofbeldis, hugsanlega á heimili sínu. Ekki neyða nemendur til að svara spurningum ef þeim finnst það óþægilegt. 4. Í bekkjarumhverfinu er erfitt að tryggja algjöran trúnað. Varið nemendur við þessu svo að þau segi ekki frá of miklu. 5. Viðhaldið virðingu í umræðum. Leyfið fólki að segja frá ólíkum skoðunum en minnið á að það skuli gert með virðingu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=