Örugg saman - kennarahefti

10 HVERNIG ER HÆGT AÐ TAKAST Á VIÐ OFBELDI Í SAMBÖNDUM OG SAMSKIPTUM Í SKÓLAUMHVERFINU ALMENNT? Best er að kenna Örugg saman í skóla þar sem umhverfið styður við uppbyggileg samskipti og ofbeldi í samböndum og samskiptum er ekki liðið. Sannleikurinn er sá að ofbeldi í samböndum unglinga getur orðið jafn alvarlegt og ofbeldisfullt og í samböndum fullorðinna. Hér eru nokkrar leiðir sem skólar og stofnanir í nærsamfélaginu geta farið til þess að vinna gegn ofbeldi og sýna að ofbeldi í samböndum og samskiptum verði ekki liðið: 1. Setjið skýra stefnu innan skólans um að tilkynna beri hvers konar ofbeldi eða kúgun í samböndum og samskiptum, hvort sem það á sér stað í skólanum eða annars staðar. 2. Vinnið að því að skólaumhverfið leggi áherslu á virðingu og ábyrgð í samskiptum. 3. Ef vitað er um ofbeldi milli nemenda taka skólayfirvöld málið alvarlega. 4. Kennið starfsfólki að þekkja vísbendingar um ofbeldi í samböndum og samskiptum og grípa til viðeigandi ráðstafana. 5. Kennið öllum eldri nemendum Örugg saman og hafið námsefnið sem skyldu. 6. Bryddið upp á forvarnarátaki innan skólans vegna ofbeldis í samböndum. Leyfið nemendum að taka þátt með því að gera veggspjöld, tilkynningar og annað efni fyrir viðburði um þetta mikilvæga málefni. 7. Leyfið foreldum að taka þátt með því að vera með fræðslu fyrir foreldra, senda heim upplýsingablaðið fyrir foreldra og tala beint við foreldra þeirra barna sem grunur leikur á um að gætu verið þolendur eða gerendur ofbeldis í samböndum. 8. Bjóðið upp á viðburði innan skólans sem styðja við að allur hópurinn geri eitthvað saman frekar en sem pör (svo sem verkefni sem tengjast samfélagsþjónustu eða bekkjarpartí). HVAÐA AÐSTOÐ ER Í BOÐI Í ÞÍNU NÆRSAMFÉLAGI TIL AÐ TAKAST Á VIÐ ÞESSI MÁL? Þú þarft ekki að vera sérfræðingur um ofbeldi í samböndum til að kenna námsefnið Örugg saman. Hins vegar getur verið að þú viljir leita til aðila í nærsamfélaginu eftir hjálp við að koma upplýsingum á framfæri eða læra meira um þetta efni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=