Örugg saman - kennarahefti

KENNSLUEFNI FYRIR UNGLINGA UM ÖRYGGI Í SAMSKIPTUM Kennarahefti

Örugg saman Kennsluefni fyrir unglinga um öryggi í samskiptum Kennarahefti 3. útgáfa. 2016 © Embætti landlæknis Hönnun: Embætti landlæknis ISBN: 978-9935-9282-5-2 Örugg saman 1. útgáfa Íslensk þýðing og staðfæring, © 2010 Lýðheilsustöð Byggt á námsefninu Safe Dates © 2004, 2010 by Vangie Foshee, PhD, and Stacey Langwick, PhD. Published under arrangement with Hazelden Publishing, Center City, MN USA. All rights reserved. 2. útgáfa. 2014 Embætti landlæknis

Inngangsorð................................. 5 Kynning á námsefninu............................ 8 1. kafli: Ástúðleg sambönd og skilgreining ofbeldis Upplýsingar fyrir kennara. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 1. kennslustund. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 2. kafli: Af hverju beitir fólk ofbeldi? Upplýsingar fyrir kennara. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27 2. kennslustund. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29 3. kafli: Að hjálpa vinum sínum Upplýsingar fyrir kennara. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35 3. kennslustund. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37 4. kafli: Að takast á við staðalmyndir Upplýsingar fyrir kennara. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43 4. kennslustund. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 45 5. kafli: Árangursrík samskipti og tilfinningastjórn Upplýsingar fyrir kennara. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 51 5. kennslustund. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52 6. kafli: Að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi í nánum samböndum Upplýsingar fyrir kennara. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 59 6. kennslustund. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60 Bréf til foreldra. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68 Upplýsingar fyrir foreldra. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 69 Nemendahefti. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 71 Efnisyfirlit

5 Inngangsorð Ágæti kennari! Forvarnarnámsefnið Örugg saman fjallar um andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi í nánum sam- skiptum unglinga. Námsefnið byggir á vísindalegum grunni um hvernig megi draga úr ofbeldi í nánum samskiptum og hvernig megi bregðast við ef ofbeldi á sér stað. Efnið var þýtt og staðfært af hálfu Embættis landlæknis í samvinnu við dr. Berglindi Guðmundsdóttir sálfræðing á áfallamiðstöð Land- spítala, og styrkt af forvarnarsjóði Lýðheilsustöðvar. Námsefnið var forprófað meðal nemenda í efstu bekkjum nokkurra grunnskóla hér á landi og ýmsar gagnlegar endurbætur gerðar í framhaldinu. Mikilvæg reynsla fékkst við forprófun námsefnisins sem ætti að nýtast vel við kennslu og hafa eftirfarandi punktar verið settir fram í þeim tilgangi. Eindregið er mælt með því að þeir sem ætla að kenna efnið kynni sér þessi atriði áður en kennsla er hafin: 1. Örugg saman er fyrst og fremst ætlað nemendum í 9. og 10. bekk. Við forprófun kom í ljós að sumir yngri nemendur áttu erfiðara með að setja sig í spor þeirra sem koma fram í dæmisögum sem settar eru fram í efninu en þeir eldri. Kennari verður að meta það í hverju tilviki fyrir sig hvort námsefnið henti hópnum eða ekki. 2. Mikilvægt er að kennarar fari fram á tíma til kennslu á námsefninu ef slíkur tími er ekki þegar skilgreindur. Þetta þarf að tryggja við upphaf annar eða skólaárs til þess að kennsla af þessu tagi fái það rými sem hún þarf. 3. Mikilvægt er að undirbúa sig vel fyrir kennsluna. Í byrjun er æskilegt fyrir kennara að fara vel yfir allt námsefnið í heild sinni til að kynnast uppbyggingu efnisins. Kennsluleiðbeiningarnar nýtast vonandi vel til undirbúnings en einnig er mikilvægt að fara vel yfir þær fyrir hvern tíma til þess að kennslan gangi sem best fyrir sig. Þar sem efnið getur verið bæði viðkvæmt og vandræðalegt í hugum unglinga skiptir miklu að kennari sé afslappaður, yfirvegaður og hispurslaus í umfjöllun þess. 4. Reynslan hefur sýnt að eftir því sem kennarar verða kunnugri námsefninu og þjálfaðri í að kenna það verður auðveldara að halda sig innan tímamarka. Með aukinni reynslu má einnig gera ráð fyrir að kennarar geti sleppt því að hafa bókina alltaf til hliðsjónar og tímarnir „renni“ betur. 5. Mikilvægt er að námsefnið sé ekki sett fram sem fyrirlestur eða „fræðsla“. Ekki er mælt með því að efnið sé kennt með glærum eða öðrum formlegum kennsluaðferðum. Til þess að efnið skili árangri þurfa nemendur að taka virkan þátt í kennslustundum, gera verkefnin og taka þátt í um- ræðum. Hlutverk kennara er fyrst og fremst að stuðla að umræðum milli nemenda um efnið, miðla lykilupplýsingum og leiðrétta staðalmyndir og ranghugmyndir. 6. Í þessum tilgangi reynist sumum kennurum vel að hafa blað með punktum fyrir framan sig í stað þess að fletta í bókinni. Þannig virkar kennslan síður eins og verið sé að þylja upp úr bók. 7. Fyrir hverja kennslustund eru áætlaðar 40 mínútur en sumum þykir þetta fremur knappur tími og hefðu viljað meiri tíma fyrir umræður. Því er bent á þann möguleika að kenna hverja kennslustund

6 í tveimur samfelldum tímum, sem gefur meiri möguleika á umræðum og skoðanaskiptum meðal nemenda. Eins er hægt að skipta einni kennslustund niður á tvo tíma og hefur verið merkt við tvær kennslustundir í kennsluleiðbeiningunum, sem hentugt væri að skipta í tvo hluta, þar sem þær þóttu sérstaklega langar. 8. Í kennsluleiðbeiningunum eru myndir af þeim blaðsíðum í nemendahefti sem vísað er í hverju sinni. Nemendaheftið má einnig finna í heild sinni aftast í kennsluleiðbeiningunum. 9. Mikilvægt er að taka fram að nemendur þurfi ekki að hafa reynslu af ástarsamböndum til þess að nýta sér námsefnið og ekki sé verið að hvetja þá til þess með kennslunni. Það sem kemur fram í Örugg saman gildir um öll náin samskipti, þ.m.t. við fjölskyldu og vini. Gott er að ítreka þetta oft við nemendur. 10. Mælt er með því að nemendahópnum sé skipt eftir kyni. Reynsla af forprófun leiddi í ljós að kennurum fannst nemendur eiga auðveldara með að tjá sig um efnið ef strákar og stelpur voru sér. Aftur á móti geta kennarar ákveðið að hafa kynin saman þegar ákveðin efni eru tekin fyrir og verður mat kennarans að ráða því. 11. Eindregið er mælt með því að nemendahópurinn setjist í hring eða sófa þar sem hægt er að koma því við. Þetta stuðlar að rólegri, traustvekjandi og afslappaðri stemningu sem hvetur nemendur til að tjá sig um námsefnið. 12. Þegar það hentar getur verið gott að kenna efnið í félagsmiðstöðvum og sérstaklega ef samstarf getur orðið milli félagsmiðstöðvar og skóla, t.d. að sumir tímar fari fram í skólanum en aðrir í félagsmiðstöðinni. Þá geta tveir aðilar sameinast um kennsluna og þannig yrði t.d. auðveldara að skipta hópnum eftir kyni. Þó þarf að gæta þess að þetta fyrirkomulag leiði ekki til verri mætingar. 13. Mælt er með að kennarar haldi eftir nemendaheftum hjá sér á milli tíma þannig að heftin týnist ekki eða glatist. Að lokinni síðustu kennslustund taka nemendur svo heftin með sér heim og eru minntir á að þar hafi þeir upplýsingar og fróðleik sem þeir geti nýtt sér í framtíðinni. 14. Við það að fara í gegnum námsefni af þessu tagi getur verið, og er í raun æskilegt, að nemandi sem hefur orðið fyrir ofbeldi ákveði að greina einhverjum sem hann treystir frá reynslu sinni. Það getur verið að annar aðili, en sá sem kennir námsefnið, verði fyrir valinu, t.d. íþróttakennari, námsráðgjafi eða annar starfsmaður sem nemandinn hefur myndað tengsl við. Af þessum sökum er æskilegt að það verði kynnt á kennarafundi, og helst starfsmannafundi, að kenna eigi námsefnið í ákveðnum bekkjum þannig að allir starfsmenn séu undir það búnir ef nemandi ákveður að leita til þeirra og greina frá erfiðri reynslu. Mikilvægt er að atriðin hér fyrir neðan verði kynnt fyrir öllu starfsfólki skólans og ættu atriði sem þessi að vera hluti af viðbragðsáætlun skólans við ofbeldi. 15. Algengt er að kennarar óttist að bregðast rangt við ef nemandi greinir frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi eða ef nemandi brotnar niður í tíma. Þessi ótti er skiljanlegur því flestir hafa ekki reynslu af því að takast á við slíkar aðstæður. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hafa í huga að það að nemandi greini frá ofbeldi eða upplifi tilfinningalegt uppnám í tíma er ekki skaðlegt fyrir hann þó það geti verið erfitt. Hér er um að ræða dýrmætt tækifæri til að veita nemandanum aðstoð í aðstæðum sem hann ætti aldrei að þurfa að takast á við einn. Mikilvægt er að hafa eftirfarandi atriði í huga:

7 • Hlusta: Ef nemandi kemur til þín og greinir frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi þá skiptir miklu máli að þú gefir þér tíma til að hlusta. Ef nemandinn leitar til þín á stundu þegar þú getur ekki gefið þér góðan tíma þá er best að finna annan tíma þar sem þú hefur svigrúm til þess að ræða við nemann. • Ef nemandi brotnar niður í tíma er mikilvægt að gefa sér tíma til að sinna honum en jafnframt gefa honum tækifæri til að jafna sig, annað hvort með því að stíga út úr tíma eða svigrúm til að jafna sig í hópnum. Þú skalt hins vegar ekki ræða málið nánar að öllum hópnum viðstöddum heldur bjóða nemandanum að hitta þig einslega eftir tímann. • Ekki forðast vandann. Gríðarlega mikilvægt er að forðast ekki að takast á við vandann og láta eins og ekkert sé. • Fá upplýsingar um það sem gerðist. Fyrsta skrefið er að fá upplýsingar frá nemanum. Mikilvægt er að nota opnar spurningar og grípa ekki fram í fyrir nemanum heldur hvetja hann til að tjá sig (t.d. spyrja: „hvað gerðist svo, geturðu sagt mér meira?“). • Tilkynningarskylda. Mikilvægt er að lofa ekki algerum trúnaði eða að segja engum frá því samkvæmt lögum ber ávallt að tilkynna ofbeldi gegn barni undir 18 ára aldri til barnaverndaryfirvalda. • Fá aðstoð varðandi næstu skref. Gott er að hafa í huga að þú þarft ekki að hafa öll svörin á reiðum höndum við þessar aðstæður og nauðsynlegt getur verið að fá aðstoð við að ákveða hvernig best er að aðstoða nemandann. Þú getur leitað til aðila, sem geta leiðbeint þér, eins og t.d. barnaverndarnefndar í þínu sveitarfélagi, Barnahúss eða Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis á Landspítala. • Hjálp þín skiptir máli. Hafðu í huga að nemandi þarf mikið hugrekki til þess að segja frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi. Með því að nemandinn greini frá skapast dýrmætt tækifæri til að vernda hann fyrir frekara ofbeldi, ef það er enn til staðar, og aðstoða hann við að fá þá hjálp sem nauðsynleg er til að vinna úr lífsreynslunni á farsælan hátt. Vonandi mun þetta námsefni koma þér að góðum notum og verða gagnleg viðbót við annað námsefni sem styður við velferð og vellíðan eldri grunnskólanema. Hægt er að hafa samband við starfsfólk á sviði áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis ef spurningar eða athugasemdir vakna við kennslu efnisins. Með kveðju, starfsfólk Embættis landlæknis.

8 Kynning á námsefninu HVAÐ ER ÖRUGG SAMAN ? Námsefnið Örugg saman er forvarnarefni gegn ofbeldi í samböndum og inniheldur eftirfarandi þætti: 1. Sex kennslustundir um ofbeldi í samböndum og samskiptum 2. Veggspjaldasamkeppni 3. Bréf til foreldra 4. Verkefni fyrir nemendur (nemendahefti) Allt sem þú þarft að nota er að finna í þessu hefti. Hér á eftir fylgir stutt lýsing á hverjum þætti námsefnisins. SEX KENNSLUSTUNDIR Kennslustundirnar eru sex talsins og fjalla um viðhorf og hegðun sem tengist ofbeldi í samböndum og samskiptum. Hver kennslustund tekur um það bil 40 mínútur. Hægt er að kenna efnið á hverjum degi eða dreifa því yfir nokkrar vikur eftir þörfum. Einnig er hægt að kenna eina kennslustund yfir tvo samliggjandi tíma sem gefur meiri tíma fyrir umræður (sjá nánar í inngangsorðum bls. 5). VEGGSPJALDASAMKEPPNI Veggspjaldasamkeppni er góð leið til að styrkja þá meginþætti sem fram koma í námsefninu. Veggspjaldasamkeppnin er valkvæð og best er að hafa hana eftir að búið er að kenna námsefnið. Veggspjöld um ofbeldi í samböndum og samskiptum má hengja upp á veggjum skólans eða byggingum í nærsamfélaginu, svo sem bókasöfnum, félagsmiðstöðvum eða sundstöðum. Nemendur geta einnig notað veggspjöldin til kynningar í öðrum skólum eða fyrir aðra hópa í samfélaginu. Látið nemendur kjósa hvaða veggspjald þau halda mest upp á. BRÉF TIL FORELDRA Eins og með aðrar forvarnir er mikilvægt að foreldrar eða forráðamenn nemenda séu upplýstir um hvað er til umfjöllunar. Aftast í þessu hefti (bls. 68) er að finna foreldrabréf sem kynnir stuttlega innihald námsefnisins. Einnig er að finna tveggja síðna upplýsingablað (bls. 69-70) sem hægt er að senda foreldrum eða eiga tiltækt ef upp kemur sú staða að ræða þurfi málin við foreldra.

9 MARKMIÐ NÁMSEFNISINS Námsefnið vinnur að því að: • Vekja athygli nemenda á því hvað einkennir heilbrigð sambönd annars vegar og skaðleg sambönd hins vegar. • Vekja athygli nemenda á ofbeldi í samböndum og samskiptum, ástæðum þess og afleiðingum. • Auka færni nemenda og benda á úrræði til að hjálpa sjálfum sér eða öðrum sem eru í ofbeldisfullum samböndum. • Auka færni nemenda til að mynda farsæl sambönd með því að kenna samskiptafærni, reiðistjórnun og lausnamiðaða færni. MARKHÓPURINN Örugg saman er hægt að nota sem forvarnarefni gegn ofbeldi í samböndum hjá unglingum og er bæði fyrir stelpur og stráka. Örugg saman fellur vel að námsefni sem fjallar um heilbrigði, samskipti eða aðra lífsleikni. Þar sem ofbeldi í samböndum og samskiptum er oft tengt ofnotkun áfengis eða annarra vímuefna, getur einnig komið til greina að nota Örugg saman með forvarnarefni sem fjallar um neyslu áfengis og annarra vímuefna. Námsráðgjafi getur boðið Örugg saman sem hluta af efni fyrir sérstaka stuðningshópa auk þess sem það getur verið notað eftir skóla í félagsmiðstöðvum. HVERNIG ER ÖRUGG SAMAN ÓLÍKT ÖÐRU KENNSLUEFNI SEM FJALLAR UM OFBELDI Í SAMBÖNDUM? Örugg saman hefur sérstöðu að mörgu leyti: 1. Það getur verið notað bæði til forvarna og sem inngrip vegna tilkomins vanda. 2. Það tekur tillit til þess að bæði stelpur og strákar geta verið gerendur og þolendur ofbeldis í samböndum. 3. Verkefnin fjalla bæði um hlutverk þolenda og gerenda. 4. Það byggir á vísindalegum grunni. 5. Það er hannað fyrir venjulega unglinga, ekki bara þá sem eru í einhvers konar áhættu. 6. Það er byggt upp til að ná til stórra hópa unglinga.

10 HVERNIG ER HÆGT AÐ TAKAST Á VIÐ OFBELDI Í SAMBÖNDUM OG SAMSKIPTUM Í SKÓLAUMHVERFINU ALMENNT? Best er að kenna Örugg saman í skóla þar sem umhverfið styður við uppbyggileg samskipti og ofbeldi í samböndum og samskiptum er ekki liðið. Sannleikurinn er sá að ofbeldi í samböndum unglinga getur orðið jafn alvarlegt og ofbeldisfullt og í samböndum fullorðinna. Hér eru nokkrar leiðir sem skólar og stofnanir í nærsamfélaginu geta farið til þess að vinna gegn ofbeldi og sýna að ofbeldi í samböndum og samskiptum verði ekki liðið: 1. Setjið skýra stefnu innan skólans um að tilkynna beri hvers konar ofbeldi eða kúgun í samböndum og samskiptum, hvort sem það á sér stað í skólanum eða annars staðar. 2. Vinnið að því að skólaumhverfið leggi áherslu á virðingu og ábyrgð í samskiptum. 3. Ef vitað er um ofbeldi milli nemenda taka skólayfirvöld málið alvarlega. 4. Kennið starfsfólki að þekkja vísbendingar um ofbeldi í samböndum og samskiptum og grípa til viðeigandi ráðstafana. 5. Kennið öllum eldri nemendum Örugg saman og hafið námsefnið sem skyldu. 6. Bryddið upp á forvarnarátaki innan skólans vegna ofbeldis í samböndum. Leyfið nemendum að taka þátt með því að gera veggspjöld, tilkynningar og annað efni fyrir viðburði um þetta mikilvæga málefni. 7. Leyfið foreldum að taka þátt með því að vera með fræðslu fyrir foreldra, senda heim upplýsingablaðið fyrir foreldra og tala beint við foreldra þeirra barna sem grunur leikur á um að gætu verið þolendur eða gerendur ofbeldis í samböndum. 8. Bjóðið upp á viðburði innan skólans sem styðja við að allur hópurinn geri eitthvað saman frekar en sem pör (svo sem verkefni sem tengjast samfélagsþjónustu eða bekkjarpartí). HVAÐA AÐSTOÐ ER Í BOÐI Í ÞÍNU NÆRSAMFÉLAGI TIL AÐ TAKAST Á VIÐ ÞESSI MÁL? Þú þarft ekki að vera sérfræðingur um ofbeldi í samböndum til að kenna námsefnið Örugg saman. Hins vegar getur verið að þú viljir leita til aðila í nærsamfélaginu eftir hjálp við að koma upplýsingum á framfæri eða læra meira um þetta efni.

11 HVERJIR VEITA AÐSTOÐ OG/EÐA UPPLÝSINGAR? • Foreldrar/forráðamenn • Starfsfólk skólans – Kennarar, skólahjúkrunarfræðingar, skólasálfræðingar, námsráðgjafar o.s.frv. • Heilsugæslustöðvar • Barnaverndarnefndir (http://www.bvs.is/almenningur/barnaverndarnefndir og í síma 112) • Lögreglan • Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi (sími 543-2085 og 543-2000) • Stígamót (www.stigamot.is, sími 562-6868 og 800-6868) • Kvennaathvarfið (www.kvennaathvarf.is, sími 561-3720 og neyðarnúmer 561-1205) • Aflið - samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi (www.aflidak.is) • Upplýsingavefur um geðheilsu ungmenna (www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/gedraekt) • Drekaslóð (www.drekaslod.is, sími 551-5511) • Þjónustumiðstöðvar í Reykjavík • Fjölskylduráðgjöf sveitafélaga • Hjálparsími Rauða krossins 1717 • Tótalráðgjöfin (http://www.attavitinn.is/total-radgjof) • Sjálfstæðir sálfræðingar, félagsráðgjafar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn • Umboðsmaður barna (www.barn.is) HVAÐ ÞARF AÐ HAFA Í HUGA ÞEGAR VERIÐ ER AÐ KENNA ÖRUGG SAMAN? 1. Í fyrsta tímanum er mikilvægt að skapa andrúmsloft trausts og öryggis í hópnum. Ræðið grunnreglurnar (sjá undirbúning fyrir 1. kennslustund bls. 18) og gætið þess að nemendur fylgi þessum reglum í öllum kennslustundunum. 2. Gætið þess að nemendur noti ekki raunveruleg nöfn eða gefi frá sér of nákvæmar upplýsingar þegar þau eru að segja frá. 3. Hafið í huga að sumir nemendanna gætu hafa verið þolendur ofbeldis í samböndum eða annars konar ofbeldis, hugsanlega á heimili sínu. Ekki neyða nemendur til að svara spurningum ef þeim finnst það óþægilegt. 4. Í bekkjarumhverfinu er erfitt að tryggja algjöran trúnað. Varið nemendur við þessu svo að þau segi ekki frá of miklu. 5. Viðhaldið virðingu í umræðum. Leyfið fólki að segja frá ólíkum skoðunum en minnið á að það skuli gert með virðingu.

12 6. Ekki leyfa nemendum að sýna af sér níðingslega eða ofbeldisfulla hegðun þegar farið er í hlutverkaleiki. Hlutverkaleikirnir í námsefninu eru skrifaðir til að koma í veg fyrir slíkt en það þarf þó að vera á verði gagnvart því. 7. Sýnið öllum nemendum virðingu og varfærni þegar verið er að tala um kynferðisleg mál. Sumir nemenda eiga auðvelt með að tala um kynlíf eða kynferðislegt ofbeldi en aðrir ekki. Hafið í huga hversu stóran þátt mismunandi menning getur leikið þegar fjallað er um ofbeldi í samböndum og samskiptum. Sumir nemendur eru með þannig bakgrunn að það er erfiðara að takast á við málefni sem þessi (til dæmis er í sumum menningarheimum litið illu auga að strákur og stelpa séu ein saman; ef nemandi er að hitta kærasta eða kærustu á laun getur verið erfitt að leita aðstoðar vegna ofbeldis). FLEIRI ATRIÐI TIL AÐ HAFA Í HUGA ÞEGAR VERIÐ ER AÐ KENNA ÖRUGG SAMAN Hvað ef nemandi segir frá því að hann eða vinur sé þolandi eða gerandi ofbeldis í samböndum eða samskiptum? Þegar þú ert að kenna Örugg saman getur það gerst að nemandi segi frá því að hann sé þolandi eða gerandi ofbeldis í samböndum eða samskiptum. Það er mikilvægt að láta nemendur vita áður en þú byrjar að kenna efnið hvað þú munir gera fáir þú slíkar upplýsingar svo að þeim finnist þau ekki veidd í gildru eða þau svikin vegna viðbragða þinna. Áður en þú kennir Örugg saman skaltu athuga hvort skólinn þinn sé með skráða stefnu um hvernig bregðast skuli við vitneskju um ofbeldi. Hafðu einnig samband við athvörf, neyðarmóttökur eða opinbera aðila í nærsamfélaginu þér til leiðsagnar. Á Íslandi er kveðið á um tilkynningarskyldu í barnaverndarlögum ef einhver verður þess áskynja að barn verði fyrir ofbeldi eða vanrækslu. Þetta hlutverk er sérstaklega mikilvægt meðal þeirra sem vinna með börnum. Ef nemandi greinir frá ofbeldi í umræðum í tíma skaltu ekki halda áfram að ræða það að öllum viðstöddum. Bjóddu nemandanum að ræða einslega við þig eftir tímann og skrifaðu niður allar upplýsingar sem nemandi veitir (sjá nánar í inngangsorðum, bls. 7). Ekki reyna að leysa málið upp á eigin spýtur. Hafðu samráð við viðeigandi aðila innan skólans og foreldra eða forráðamenn nemandans. Brýndu fyrir nemendum að fylgja eftirfarandi reglum þegar einhver segir frá ofbeldi í samböndum eða samskiptum: • Ekki bera út kjaftasögur. Samræðurnar í tímum eru einkamál. Segið ekki öðrum frá nema með leyfi þess sem segir frá. • Leggið trúnað á frásögnina. Hlustið og trúið þolandanum. Virðið tilfinningar þolandans og látið hann finna að hann standi ekki einn.

13 • Þolandinn átti ofbeldið ekki skilið. Ofbeldið er ekki þolandanum að kenna. Engin á skilið að verða fyrir ofbeldi. • Leyfið þolandanum að taka eigin ákvarðanir. Virðið rétt þolandans til þess að taka ákvarðanir þegar hann er tilbúinn til þess. Við erum öll sérfræðingar í okkar eigin lífi. • Gerið öryggisáætlun. Hvað hefur þolandinn gert fram að þessu til að tryggja öryggi sitt? Dugar það? Getur þolandinn leitað á öruggan stað ef hann þarf að komast í burt í skyndi? • Veitið aðstoð. Finnið út hvaða úrræði eru í boði í samfélaginu. Hvaða ráðgjöf er til staðar? Hvað ef þú telur að nemandi sé í bráðri líkamlegri hættu? Nemandi gæti sagt frá því að hann sé í bráðri hættu á að verða fyrir líkamlegum áverkum af hendi þess sem hann eða hún á í sambandi við. Takið slíkar uppljóstranir alvarlega. Grípið til aðgerða til að hjálpa nemandanum að ræða við viðeigandi aðila innan skólans, foreldra sína og lögreglu. Hvað ef foreldrum finnst málið óþægilegt og vilja ekki að börnin þeirra taki þátt í kennslustundum sem þessum? Einstaka sinnum getur það gerst að foreldrar lýsi yfir ákveðnum efasemdum um námsefnið Örugg saman. Stundum er þetta af því að þau þekkja lítið til innihaldsins. Leyfið foreldrum að skoða námsefnið. Örugg saman inniheldur ekki opinskáar kynferðislegar lýsingar og hvetur ekki eða ýtir á að stofnað sé til sambanda. Sumir foreldrar vilja ef til vill ekki að börnin þeirra eigi kærustu eða kærasta fyrr en þau eru orðin eldri. Gætið þess að virða ákvörðun þeirra. Segið foreldrum frá algengi ofbeldis í samböndum unglinga og mikilvægi þess að takast á við málið með forvörnum. Ræðið aðrar áhyggjur sem þau geta haft (sjá upplýsingar til foreldra bls. 69).

14 OFBELDI Í SAMBÖNDUM UNGLINGA Af hverju er mikilvægt að kenna nemendum svona snemma, jafnvel í grunnskóla, um ofbeldi í samböndum og forvarnir þess? Sagan byggir lauslega á sannri sögu um unga konu sem lést vegna ofbeldis í sambandi. Alls konar fólk þjáist vegna ofbeldis í samböndum; stelpur og strákar, af hvaða kynþætti sem er og hvaða efnahagsstöðu sem er; fólk sem kemur frá ofbeldisfullum heimilum og fólk sem gerir það ekki; fólk sem hefur verið í mörgum samböndum og fólk sem er í sínu fyrsta sambandi. Ofbeldi í samböndum er raunverulegt vandamál fyrir fjölda nemenda: • Bæði stelpur og strákar geta verið þolendur kúgunar og ofbeldis. • Bæði stelpur og strákar geta verið gerendur kúgunar eða ofbeldis. • Unglingar úr öllum hverfum og frá ólíkum heimilum geta orðið fyrir kúgun eða ofbeldi í samböndum. Saga Evu Eva kynntist Antoni í tíunda bekk. Þau fóru að vera saman stuttu eftir að þau kynntust og voru brátt óaðskiljanleg. Þegar fram liðu stundir varð Anton alltaf meira og meira yfirráðasamur gagnvart Evu. Hann hitti hana eftir hvern tíma, svo hún gat ekki eytt tíma með vinum sínum. Evu fannst þetta bara vera hans leið að sýna hversu mikið hann elskaði hana. Yfirráðasemi Antons og afbrýði jókst með tímanum. Hann sakaði Evu um að að daðra við aðra stráka. Dag einn sló hann hana. Eva var ráðvillt. Var þetta sami Anton og hún hafði orðið ástfangin af? Daginn eftir birtist Anton með blómvönd og bað um fyrirgefningu. Sambandið var ofbeldisfyllra með tímanum. Að lokum reyndi Eva að segja Antoni upp en hann hótaði að meiða bæði hana og sjálfan sig ef hún gerði það. Foreldra Evu fengu nálgunarbann á Anton en slíkt var mjög erfitt að fá, því að þrátt fyrir allt voru Eva og Anton bara unglingar, hvorki gift né í sambúð. Jafnvel eftir nálgunarbannið elti Anton Evu um allan skólann þar sem forsvarsmenn skólans reyndu ekki að framfylgja banninu. Þrátt fyrir allt er ofbeldi í samböndum unglinga ekkert stórmál eða það héldu yfirmenn skólans. Sagan endaði á hörmulegan máta dag einn þegar Anton réðst á Evu eftir skóla og stakk hana til bana með hníf. Allir veltu fyrir sér hvað hefði farið úrskeiðis, af hverju þau höfðu ekki áttað sig á því hversu alvarleg staðan væri. En hvernig hefðu þau geta vitað það? Þrátt fyrir allt voru Anton og Eva nú bara unglingar.

15 • Ofbeldi í sambandi getur komið fyrir hvern sem er. • Ofbeldi í samböndum verður næstum alltaf endurtekið ferli. Það hverfur ekki bara upp úr þurru. • Oft eykst ofbeldið með tímanum. HVAÐ ER OFBELDI Í SAMBÖNDUM OG SAMSKIPTUM? Kærasta/kærasti getur beitt á líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Allt ofbeldi er jafn alvarlegt. Skaðleg hegðun telst ofbeldi/misnotkun: • Þegar hún er til þess að ráðskast með fólk. • Þegar hún er til þess að stjórna fólki. • Þegar hún verður til þess að manni líður illa í eigin skinni eða líður illa út af fólki sem stendur manni nærri, vinum, fjölskyldu o.s.frv. • Þegar maður verður hræddur við kærastann eða kærustuna. Ofbeldisfull hegðun getur innihaldið eftirfarandi: Það er mikilvægt að átta sig á að ofbeldisfullur kærasti eða ofbeldisfull kærasta getur bæði notað líkamlegt afl, særandi hegðun og orð sem árásartæki og að andlegt ofbeldi getur verið jafn alvarlegt og líkamlegt ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi: • Kynferðisleg áreitni (t.d. snerting, káf eða kossar) • Þvinga viðkomandi til samfara • Þvinga viðkomandi til annarra kynlífsathafna Andlegt ofbeldi: • Lítilsvirða skoðanir eða lífsgildi • Hunsa tilfinningar • Láta viðkomandi einangrast • Koma fram af afbrýðisemi • Ljúga • Hræða viðkomandi • Vekja sektarkennd • Hóta að meiða • Hóta að meiða sjálfa/n sig • Nota kynferðislega niðurlægjandi nöfn • Lítilsvirða skoðanir um kynlíf Líkamlegt ofbeldi: • Slá • Klípa • Hrista • Klóra • Ýta • Hrinda • Nota vopn • Bíta • Hóta • Hrækja • Toga í hár

16 AF HVERJU ER OFBELDI Í SAMBÖNDUM UNGLINGA VIÐVARANDI VANDAMÁL? Unglingar taka málið ef til vill ekki alvarlega Tíðni ofbeldis í samböndum meðal unglinga getur að hluta til verið skýrt vegna viðhorfa þeirra sjálfra til þess. Unglingar sem þolendur gera oft lítið úr alvarleika málsins. Margir þeirra sjá ofbeldi og misnotkun sem hluta af „venjulegu“ sambandi. Rómantískar hugsanir um ást geta fengið unglinga til að sjá afbrýði, yfirráðasemi og ofbeldi sem tákn um ást. Örugg saman tekur á þessum málum í fyrstu kennslustund með því að skilgreina hvað er farsælt og heilbrigt samband annars vegar og ofbeldi og kúgun í sambandi hins vegar. Unglingar geta líka fundið fyrir miklum þrýstingi um að vera á föstu. Þar af leiðandi getur unglingur verið í ofbeldisfullu sambandi bara til að hafa einhvern. Hræðslan um að fólki líki ekki við mann getur einnig fengið ungling til að láta vilja ofbeldisfulls kærasta eða ofbeldisfullrar kærustu yfir sig ganga. Að auki er samskiptafærni unglinga óþroskaðri en fullorðinna og staðalmyndir kynjanna eiga oft meira upp á pallborðið á unglingsárunum en á öðrum tíma ævinnar. Fullorðnir taka málið ef til vill ekki alvarlega Fullorðnir geta einnig aukið á vandann þar sem þeir eiga það til að taka ofbeldi í samböndum unglinga ekki alvarlega. Þeir telja að unglingarnir vaxi einfaldlega upp úr því. Hins vegar getur ofbeldi í samböndum unglinga verið alveg jafn alvarlegt og meðal fullorðinna. Í stað þess að þau vaxi upp úr vandanum eru unglingar líklegri til að festast í farinu og byrja þar með ævilangan feril ofbeldis. Það er einnig þannig að margt ungt fólk veigrar sér við að ræða við fullorðna. Þó þetta sé eðlilegur hluti unglingsáranna að vilja halda persónulegum málum út af fyrir sig getur slík afstaða komið í veg fyrir að unglingur leiti sér hjálpar vegna ofbeldis. Unglingar í ofbeldisfullum samböndum leita oft fyrst til vinar. Þess vegna er í þessu námsefni kennslustund þar sem sérstaklega er farið yfir hvernig vinir geta hjálpað. Vegna þess að unglingar hika oft við að leita aðstoðar fullorðinna er mikilvægt að þeir fullorðnu sæki fram frekar en bíði þess að unglingurinn biðji um hjálp. Ef fullorðinn aðila grunar að um ofbeldi sé að ræða í sambandi unglinga ætti viðkomandi að ganga í málið strax.

17 Lagakerfið hjálpar ef til vill ekki heldur til Unglingar sem verða fyrir ofbeldi í sambandi eiga ekki greiða leið í lagakerfinu. Flest lög um heimilisofbeldi taka ekki til ofbeldis í samböndum í skilgreiningum sínum og í flestum dómstólum eiga þeir sem ekki eru sjálfráða sér ekki sjálfstæðan sess. Þeir sem eru undir lögaldri geta t.d. vanalega ekki kært eða beðið um nálgunarbann nema forsjáraðili mæti með þeim. HVAÐ GETUM VIÐ GERT TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR OFBELDI Í SAMBÖNDUM OG SAMSKIPTUM? Ef ofbeldi á sér einu sinni stað í sambandi er líklegt að það muni endurtaka sig. Bæði menn og konur nefna afbrýði og óstjórnlega reiði sem helstu ástæðu ofbeldis í samböndum. Að kúga og beita ofbeldi er oft notað til að ná völdum og stjórn í sambandinu. Sé því valdajafnvægi ögrað er það álitið ógnun. Í námsefninu Örugg saman er skoðað af hverju fólk beitir ofbeldi og misnotkun (2. kennslustund) og hvað hægt er að gera ef maður sjálfur eða vinur er þolandi eða gerandi ofbeldis (3. kennslustund). Einnig eru settar fram lykilhugmyndir til að koma í veg fyrir ofbeldi í samböndum og samskiptum, þar með talið að breyta staðalmyndum kynjanna (4. kennslustund), takast á við tilfinningar — sérstaklega reiði — á heilbrigðan og ofbeldislausan máta og efla árangursrík samskipti þar sem jafnvægi ríkir milli aðila (5. kennslustund). Einnig er fjallað sérstaklega um nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi (6. kennslustund). Örugg saman kennir unglingum hvernig þeir geta varið sig gegn ofbeldi, þó með áherslu á að þolandi beri aldrei ábyrgð á ofbeldinu, heldur beri gerandi alla ábyrgð á því. Ofbeldi í samböndum er alvarlegt mál sem þarf að ræða við nemendur eins snemma og unnt er. Með því sýna nemendum hvernig á að stofna til farsælla og heilbrigðra sambanda getur það dregið úr ofbeldi í samböndum, ekki bara á unglingsárunum heldur einnig til framtíðar.

18 Ástúðleg sambönd og skilgreining ofbeldis Í þessari kennslustund er námsefnið kynnt fyrir nemendum með umræðum og verkefnum auk þess sem nemendur eru hvattir til að hugsa um hvernig þeir vilji láta koma fram við sig í nánum samböndum. Nemendur munu ræða um dæmisögur og skoða tölulegar upplýsingar og þannig skilgreina hvað ofbeldi og kúgun eru í nánum samböndum. Í lok tímans eiga nemendur að: • Geta greint frá því hvað skipti þá mestu máli í nánum samböndum. • Hafa áttað sig á því hvernig þeir geta sett mörk um hvernig þeir vilja að komið sé fram við sig og hvernig þeir koma fram við aðra í nánu sambandi. • Geta borið kennsl á skaðlega hegðun í nánum samböndum. • Geta borið kennsl á andlegt og líkamlegt ofbeldi í nánum samböndum. Nemendurnir eru einnig líklegri til að: • Átta sig á hvenær um ofbeldi er að ræða. • Vera betur á varðbergi fyrir hættunni á að verða sjálfir fyrir ofbeldi eða kúgun. • Hafna því að kúgun eða ofbeldi sé eðlileg hegðun í nánum samböndum. Undirbúningur fyrir kennslu: • Senda bréf til að upplýsa foreldra um námsefnið. • Lesa hugmyndina að baki þessari kennslustund. • Setja á blað grunnreglur í samvinnu við nemendur um það hvernig ræða skuli viðkvæm mál. Reglurnar skulu vera vel sýnilegar í kennslustofunni. Dæmi: Gæta trúnaðar, hlusta þegar aðrir tala, sýna virðingu, vanda málfar (t.d. ekki bölva), nemandi þarf ekki að tjá sig ef hann vill það ekki o.s.frv. • Lesa yfir staðreyndir um ofbeldi í samböndum á bls. 9 í nemendahefti. 1. kafli Yfirlit yfir 1. kennslustund Heildartími: u.þ.b. 40 mín 1. hluti: (7 mín) Námsefnið kynnt. 2. hluti: (5 mín) Hvað er það að vera saman? 3. hluti: (5 mín) Hvernig vil ég að komið sé fram við mig í nánu sambandi? 4. hluti: (3 mín) Hvernig vil ég koma fram við aðra í nánu sambandi? 5. hluti: (10 mín) Hvað er ofbeldi og hvað er kúgun? 6. hluti: (7 mín) Skaðleg hegðun og skilgreining ofbeldis í samböndum. 7. hluti: (3 mín) Samantekt. Upplýsingar fyrir kennara áður en kennsla hefst

19 Hugmyndin að baki: Fyrsta kennslustundin á að vera skemmtileg og fá nemendur til að hugsa um hvernig þeir myndu vilja láta koma fram við sig í nánu sambandi. Lögð er áhersla á að maður hafi eitthvað um það að segja (geti sett mörk) um hvernig er komið fram við mann og valið hvernig maður kemur fram við aðra. Þessi ákvörðunarréttur er rauði þráðurinn í námsefninu og mikilvægt að ungt fólk hugleiði hann áður en það stofnar til náinna sambanda. Námsefnið getur nýst þeim sem eru komnir í samband þar sem ofbeldi eða misnotkun á sér stað en því er líka ætlað að koma í veg fyrir að unglingar lendi í slíku sambandi. Námsefnið hentar því unglingum, hvort sem þeir eru farnir að vera á föstu eða ekki, og hvort sem þeir hafa kynnst ofbeldi af eigin raun eða ekki. Nánast allir hafa skoðun á því viðkvæma málefni sem ofbeldi og kúgun í nánum samböndum er. Stundum geta umræður um efnið snert fólk á mjög persónulegan hátt. Hafið það í huga. Kennari þarf að vera undir það búinn að heyra hluti sem hann er ósammála. Helsta markmið fyrstu kennslustundar er að örva umræður þar sem ólík sjónarmið fá að koma fram. Í umræðum munu ýmis umdeild málefni koma til skoðunar. Kennaranum getur þótt óþægilegt að taka ekki sjálfur á hverju málefni sem upp kemur en hlutverk hans er hins vegar að ná fram öllum skoðunum á merkingu orðanna kúgun og ofbeldi og útskýra hvaða merkingu þessi orð hafa í þessu námsefni. Í lok tímans er líklegt að einhverjir lausir endar verði eftir. Það er eðlilegt enda verið að fara yfir margþætt efni á stuttum tíma. Næstu tímar munu þó gefa tækifæri til frekari umræðna og útskýringa.

20 1. kennslustund  Námsefnið Örugg saman kynnt Fyrsta hluta kennslustundarinnar er ætlað að kynna námsefnið og skapa öruggt og þægilegt umhverfi til umræðna. Mikilvægt er að nemendur átti sig á því að námsefnið er ætlað öllum, hvort sem þeir eru í nánu sambandi eða ekki. Verkefnin í þessum hluta eru ekki síst til þess fallin að fá nemendur, sem eru ekki byrjaðir í sambandi, til að hugsa um hluti sem geta búið þá undir samband í framtíðinni. Kynnið fyrir nemendum: Í þessu námsefni munum við ræða um hluti eins og: • Hvernig viljið þið að kærasti eða kærasta komi fram við ykkur? • Hvernig viljið þið koma fram við kærustu eða kærasta? • Hvað er misnotkun, kúgun og ofbeldi í nánum samböndum? • Hvernig eru góð samskipti og hvernig á að leysa vandamál svo að náin sambönd séu farsæl og laus við ofbeldi eða kúgun? Sum ykkar eruð ekkert byrjuð að spá í að vera á föstu og það er í fínu lagi. Það sem við ræðum um hér er fyrir alla því það fjallar um að eiga í eðlilegum, farsælum og skemmtilegum samskiptum. Verið vakandi fyrir því að erfitt getur verið að ræða um ofbeldi í nánum samböndum vegna þess að um er að ræða náin persónuleg samskipti. Farið stuttlega í gegnum grunnreglur í samskiptum sem hengdar voru upp í bekknum. Leggið áherslu á mikilvægi þess að halda trúnað (það sem er sagt hér inni á ekki að fara lengra). Spyrjið nemendur hvort þeim detti í hug fleiri grunnreglur. Bætið þeim á blaðið. Hafið grunnreglurnar vel sýnilegar svo hægt sé að vísa til þeirra í kennslustundunum sem á eftir koma.  Hvað er það að vera saman? Markmið annars hluta kennslustundarinnar er að fá nemendur til þess að skilja að það að vera saman, eins og það er notað í þessu námsefni, felur meðal annars í sér óformleg samskipti eins og að fara í bíó með vinahópi, hanga í verslunarmiðstöð, hlusta á tónlist heima hjá einhverjum, fara saman í sund o.s.frv. Þessi hluti er settur fram til þess að koma nemendum í gang í námsefninu. Í þessum hluta er notað orðalagið „náið samband“ um það þegar fólk er á föstu. Ekki hika við að nota önnur orð, sem þið teljið eiga betur við, eða slangur sem nemendur nota. 1. hluti 7 mín 2. hluti 5 mín

21 Kynnið fyrir nemendum: Það eru til ýmis konar sambönd og samskipti og merking orðanna getur verið ólík eftir því hver á í hlut. Spyrjið nemendurna: Hvað gerir fólk saman þegar það er á föstu? Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir um óformleg samskipti, svo sem að fara í sund eða hanga saman í félagsmiðstöðinni, skuluð þið skjóta inn í að slík samskipti séu líka dæmi um það að vera saman. Útskýrið: Hugtakið „að vera saman“ verður hér notað um ýmis samskipti eins og þau sem við vorum að ræða, jafnvel þó þau séu mjög óformleg.  Hvernig ég vil að komið sé fram við mig í nánu sambandi? Markmið þessa hluta er að unglingar velti fyrir sér hvernig þeir vilja láta koma fram við sig. Það er mikilvægt að leggja áherslu á að unglingarnir geti sjálfir sett mörk um hvernig þeir vilja að aðrir komi fram við sig. Útskýrið: Þrátt fyrir að við eigum í samskiptum við fólk á ólíkum forsendum leitum við oft að sömu þáttunum í fari fólks sem við viljum hafa nálægt okkur. Við viljum öll að borin sé virðing fyrir skoðunum okkar, að stutt sé við drauma okkar og að við fáum stuðning þegar illa gengur. Þó svo að sambönd okkar við foreldra, besta vin eða vinkonu, kærustu eða kærasta séu að ýmsu leyti ólík má finna fjölmargt sem er eins. Fólk, sem þykir vænt um okkur, segir nefnilega og gerir það sem fær okkur til að líða vel og vera sátt við okkur sjálf. Kannski langar mann til að kærastan eða kærastinn komi fram við mann á sérstakan hátt. Þessi æfing er sett fram til að þið hugsið um það hvernig þið viljið að komið sé fram við ykkur í nánu sambandi. Nemendur fletta upp á verkefni 1 á bls. 5 í nemendahefti, Hvernig vil ég að komið sé fram við mig í nánu sambandi? 3. hluti 5 mín Verkefni 1 Bls. 5 í nemendahefti

22 Á þessu blaði er mynd af manneskju og talið upp hvernig fólk í nánu sambandi getur komið fram hvort við annað. Manneskjan táknar ykkur sjálf. Á heilu línunum við hlið hennar skrifið þið tvö mikilvægustu atriðin um hvernig þið viljið láta koma fram við ykkur. Þessi tvö atriði eru grundvallaratriði, eða þau atriði sem ykkur finnst alveg nauðsynlegt að séu til staðar í nánu sambandi. Ekkert samband er fullkomið. Það er samt mikilvægt að hugsa um hvað skipt ir mann mestu máli og geta sett mörk varðandi hverskonar framkomu maður sættir sig við. Á punktalínurnar fimm skrifið þið síðan fleiri atriði sem ykkur þykir mikilvægt að séu til staðar í samskiptum við aðra. Þið getið einnig skrifað atriði sem eru ekki á þessum lista. Þið þurfið ekki að deila þessum upplýsingum með öðrum frekar en þið viljið. Gefið nemendum nokkrar mínútur til þess að lesa listann yfir og velta fyrir sér eigin reynslu áður en þeir byrja að fylla út línurnar. Gefið þeim nægan tíma til að skrifa. Ekki er nauðsynlegt að skrifa í allar línur, ef einhverjum reynist það erfitt. Eru einhverjir sem vilja deila með okkur hinum hvaða tvö atriði þeim fundust mikilvægust? Leyfið nokkrum nemendum að tjá sig. Þegar kemur að því að þið farið að vera á föstu er gott að kíkja aftur á listann og athuga hvort þið fáið örugglega það sem skiptir ykkur mestu máli. Við get um öll sett mörk um hvernig við viljum að aðrir komi fram við okkur. Ef þið fáið ekki það sem skiptir ykkur mestu máli í sambandinu, þá þurfið þið að ákveða hvort þið viljið vera í þessu sambandi eða ekki.  Hvernig vil ég koma fram við aðra í nánu sambandi? Í framhaldi af þessu ætla ég að biðja ykkur að fletta á bls. 6 í nemendaheftinu, en þar er verkefni sem fjallar um hvernig þið viljið sjálf koma fram við aðra í nánu sambandi. Öll sambönd eru samvinna tveggja aðila og því er ekki síður mikilvægt að velta fyrir sér hvers konar kærasti eða kærasta maður vill vera þegar í náið samband er komið. 4. hluti 3 mín Verkefni 2 Bls. 6 í nemendahefti

23  Hvað er ofbeldi og hvað er kúgun? Markmið fimmta hluta kennslustundarinnar er að leyfa nemendum að rökræða um hvað kúgun og ofbeldi eru og byrja að skýra þessi atriði fyrir bekknum. Útskýrið: Stundum er hegðun greinilega ofbeldisfull en stundum getur verið erfitt að sjá hvort um ofbeldi er að ræða því ýmislegt fleira getur verið í gangi. • Flettið upp á verkefni 3 á bls. 7 í nemendahefti, Ofbeldi í nánum samböndum. Veljið tvo nemendur til að lesa dæmisögurnar. • Eftir hverja sögu spyr kennari nemendur spurninganna sem fylgja. Takið fram að ekki er um að ræða nein rétt eða röng svör. • Skrifið svör nemenda á töfluna við þeim spurningum sem byrja á „Af hverju?“ Þessi svör munu hjálpa nemendum að geta skilgreint ofbeldi og kúgun. Dæmisaga 1: Spurningar 1. Beitti Jói valdi? Rökstyðjið svörin – Skrifið svörin á töfluna. Athugið. Þegar fólk er að stofna til og slíta sambandi verður það oft fyrir sárindum og erfiðri reynslu en slíkt er ekki alltaf kúgun eða ofbeldi. Misskilningur og hugsunarleysi getur látið fólki líða illa auk þess sem sambandsslit eru oft sár án þess að það sé neinum að kenna. Slíkt er þó yfirleitt hægt að leysa með því að báðir aðilar ræði hreinskilnislega um málið. 5. hluti 10 mín DÆMISAGA 1: KRISTÍN OG JÓI Kristín og Jói hafa verið saman í nokkrar vikur. Jóa líkar vel við Kristínu en hann er ekki ástfanginn. Hann langar til að vera með annarri stelpu sem er með honum í heimilisfræði. Þegar hann segir Kristínu að hann vilji ekki lengur vera með henni verður hún reið. Svo fer hún að gráta. Jóa finnst þetta óþægilegt, hann veit ekki hvað hann á að segja en hann vill ekki vera með henni lengur. Verkefni 3 Bls. 7 í nemendahefti

24 Dæmisaga 2: Spurningar 1. Beitir Skúli valdi? Rökstyðjið svörin - Skrifið svörin á töfluna. 2. Beitir Sigrún valdi? Rökstyðjið svörin - Skrifið svörin á töfluna. Athugið. Hér má benda á að ofbeldi í samböndum er ekki alltaf klippt og skorið. Manneskjan sem í hlut á getur verið yndisleg, skilningsrík og rómantísk yfirleitt en við ákveðnar aðstæður verður hún stjórnsöm og vill ráða.  Skaðleg hegðun og skilgreining ofbeldis í samböndum • Eins og þið sjáið í vinnubókunum ykkar (bls. 8) er margt sem telst til skaðlegrar hegðunar. • Er eitthvað þarna sem kemur ykkur á óvart? • Viljið þið bæta einhverju við þennan lista? • Hvenær er skaðleg hegðun orðin að ofbeldi eða kúgun? Hvenær er skaðleg hegðun orðin að ofbeldi eða kúgun? Gott er að lesa listann upp fyrir nemendur. Spyrjið: Hvernig getur ný tækni eins og farsímar, tölvupóstsamskipti, samfélagsmiðlar, spjallsíður og fleira í þeim dúr verið notuð til að kúga eða beita einhvern ofbeldi í sambandi? Hugsanleg svör: Að senda einhverjum móðgandi skilaboð, að birta persónulegar eða viðkvæmar myndir, að fylgjast stöðugt með einhverjum, að dreifa kjaftasögum um einhvern, að hóta eða hræða. 6. hluti 7 mín DÆMISAGA 2 : SIGRÚN OG SKÚLI Sigrún á margar góðar og nánar vinkonur. Henni finnst gaman að fara með þeim í bíó eða hanga saman heima hjá einhverri þeirra. Fyrir þremur mánuðum kynntist hún Skúla, þau urðu ástfangin og eru saman öllum stundum. Vinkonum Sigrúnar líkar vel við Skúla en þær sakna þess að vera stundum einar með Sigrúnu. Sigrúnu langar líka að geta stundum verið ein með vinkonum sínum. Í hvert sinn, sem hún segir Skúla að hún ætli að hitta þær, segir Skúli henni hversu mikið hann eigi eftir að sakna hennar þegar hún er ekki með honum og hann vilji alltaf hafa hana hjá sér. Sigrún elskar Skúla og vill ekki særa hann. Þess vegna fær hún svo mikið samviskubit við tilhugsunina um að Skúli verði einn að hún getur ekki hitt vinkonur sínar, þó ekki væri nema í nokkrar klukkustundir.

25 Útskýrið: Í ljósi þess, sem við höfum rætt í dæmisögunum, langar mig til að við skilgreinum kúgun eða ofbeldi í samböndum og samskiptum. Dragið saman helstu atriðin úr umræðum ykkar, þar á meðal þessi: Skaðleg hegðun telst ofbeldi/misnotkun: • Þegar hún er til þess að ráðskast með fólk. • Þegar hún er til þess að stjórna fólki. • Þegar hún verður til þess að manni líður illa í eigin skinni eða líður illa út af fólki sem stendur manni nærri, vinum, fjölskyldu o.s.frv. • Þegar maður verður hræddur við kærastann eða kærustuna. • Kærasta/kærasti getur misnotað á líkamlegan, andlegan eða kynferðislegan hátt. • Alltt ofbeldi er jafn alvarlegt. Líkamlegt • Slá • Klóra • Ýta • Klípa • Kæfa • Hrækja • Hrista • Hrinda • Þvinga • Bíta • Hárreita • Nota vopn • Henda hlutum • Hindra fólk í að fara burt • Áreita • Nauðga • Neyða til kynferðislegra athafna • Skemma eignir annarra • Koma fram á ógandi hátt • Kvelja dýr Andlegt • Uppnefna • Lítilsvirða skoðanir eða lífsgildi • Hunsa tilfinningar • Láta viðkomandi einangrast • Sýna afbrýðisemi • Ljúga • Hræða viðkomandi • Halda framhjá • Vekja sektarkennd • Dreifa kjaftasögum • Hóta að meiða • Hóta að meiða sjálfa(n) sig • Nota kynferðislega niðurlægjandi nöfn • Lítilsvirða skoðanir um kynlíf • Gera lítið úr vinum eða fjölskyldu • Niðurlægja einhvern frammi fyrir öðrum eða einslega • Reiðast ofsalega af litlu tilefni Að þekkja skaðlega hegðun

26 Útskýrið: Sumt af því sem talið er upp í listanum yfir skaðlega hegðun, eins og framhjáhald eða hegðun sem stjórnast af tilfinningum (t.d. afbrýðisemi eða að láta aðra fá sam viskubit), þarf ekki að vera kúgun ef um er að ræða stakan atburð. En þegar þessi hegðun brýst oft fram eða þegar hún er notuð til þess að ráðskast með, stjórna, ná valdi yfir eða fá manneskju til að líða illa þá er hún orðin vandamál. Allt líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi er hins vegar ofbeldi, jafnvel þó um sé að ræða stakan atburð. Meginatriði: • Bæði stelpur og strákar geta verið þolendur kúgunar og ofbeldis. • Bæði stelpur og strákar geta verið gerendur kúgunar og ofbeldis. • Unglingar úr öllum hverfum og frá ólíkum heimilum (fjárhagslega, menningarlega) geta orðið fyrir kúgun eða ofbeldi í samböndum. • Ofbeldi í sambandi getur komið fyrir hvern sem er. • Ofbeldi í samböndum verður næstum alltaf endurtekið ferli. Það hverfur ekki bara upp úr þurru. • Oft eykst ofbeldið með tímanum.  Samantekt Útskýrið: Þið ráðið sjálf og getið sett mörk um hvernig þið viljið að kærasti eða kærasta komi fram við ykkur. Þið ákveðið líka hvernig þið komið fram við aðra (þ.m.t. kærasta/kærustu). Allir þurfa að vita hvernig á að fást við kúgun og ofbeldi í samböndum af tveimur ástæðum. Annars vegar ef svo færi að þeir lentu sjálfir í sambandi þar sem ofbeldi á sér stað og hins vegar ef vinur eða vinkona er í ofbeldisfullu sambandi og leitar til manns til að fá hjálp. Sá, sem veit hvernig hann vill láta koma fram við sig, á auðveldara með að gera sér grein fyrir hvort ofbeldi eða misnotkun á sér stað í sambandi. Notið ykkar eigin lista yfir skaðlega hegðun sem mælistiku á það hvort þið verðið fyrir kúgun eða ofbeldi. Ef kærastinn eða kærastan kemur ekki fram við ykkur á þann hátt sem þið viljið þurfið þið að ákveða hvort þið viljið vera áfram í þessu sambandi. Að lokum eruð þið hvött til þess að kynna ykkur staðreyndir um ofbeldi í samböndum á bls. 9 í nemendahefti. 7. hluti 3 mín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=