85 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Mannasiðir kvikmynd Þrep: Tímalengd: Hugtök tengd verkefninu: 1. þrep 80–120 mín. Samþykki, mörk, kynlífshandrit, kynferðisofbeldi Undirbúningur: Mikilvægt er að hafa kynnt sér kennsluhandbókina. Kynntu fyrir áhorfið þau hugtök sem unnið er með og settu vávörn (TW) fyrir áhorfið. Framkvæmd: Nemendur horfa á myndina Mannasiðir (oftast aðgengileg á RÚV – Sarpinum) og svara síðan spurningum í tengslum við myndina – sem tímaverkefni eða heimaverkefni. Hér neðar eru setningar úr myndinni sem gæti verið gagnlegt fyrir nemendur að nota til að stýra umræðu eða inntaki efnis í rétta átt. Áhorfsspurningar: 1. Hvernig þekkjast Einar og Elín og hvernig karakterar eru þau? 2. Lýstu því sem við sjáum að gerist á milli þeirra kvöldið örlagaríka. 3. Lýstu viðbrögðum Elínar og hvaða áhrif þetta hefur á hana. 4. Lýstu viðbrögðum Einars og hvaða áhrif þetta hefur á hann. 5. Hvers vegna telur þú að Einar hlusti ekki á Elínu þetta kvöld? Hvernig hefði Einar getað brugðist öðruvísi við aðstæðum? 6. Dóra, mamma Einars, segir í lokin að með umfjöllun um þetta mál sé „verið að gera lítið úr raunverulegum fórnarlömbum“. Telur þú Elínu ekki vera raunverulegur þolandi? Rökstyddu svar þitt. 7. Hvernig hefði sagan verið öðruvísi hefðu Einar og foreldrar hans hlustað á Elínu þegar hún sagði frá? 8. Er líklegt að þetta geti gerst í raunveruleikanum? 9. Hvað getum við lært af þessari mynd? Hafa hugmyndir þínar um kynferðisofbeldi breyst eftir að þú horfðir á myndina og þá hvernig? 10. Hvað er þolendaskömmun og hvernig birtist hún í kvikmyndinni? Sjá umfjöllun um þolendaskömmun hér: 11. Hvað er upplýst samþykki? Sjá umfjöllun um samþykki hér: 12. Hvernig geta mýtur um kynlíf verið skaðlegar? Skoðaðu Mýtur og staðreyndir um kynlíf hér: og mátaðu eina þeirra við söguþráð kvikmyndarinnar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=