Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

79 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Forréttindahjólið Þrep: Tímalengd: Hugtök tengd verkefninu: 1–2. þrep 60 mín. Forréttindi, mismunun, forréttindablinda Undirbúningur: Lestu vel kafla handbókarinnar um forréttindi og kynntu efnið fyrir nemendum. Gott er að birta forréttindahjólið á skjá og kynna hvernig það virkar fyrir nemendum. Umræðan gagnast í allri jafnréttisfræðslu en hér verður einblínt á kynbundið ofbeldi í tengslum við forréttindi. Framkvæmd: Kennari útskýrir hugsunina á bak við verkefnið; hvaða áhrif forréttindablinda geti haft á jaðarsettari hópa og hvers vegna það sé mikilvægt að stoppa stundum og staðsetja sig á forréttindahjólinu. Nemendur skoða forréttindahjólið og svara eftirfarandi spurningum: ● Hvernig tengjast forréttindi ofbeldi, einelti og áreitni? ● Hvaða áhrif geta mikil forréttindi haft á kynferðislega hegðun fólks? ● En það að hafa lítil forréttindi? ● Hvaða hópar hafa minni forréttindi en ég? ● Hvaða máli skiptir að þekkja forréttindi sín? T.d. í tengslum við kynlíf og samskipti?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=