75 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Kynferðiseinelti – hinsegineinelti Þrep: Tímalengd: Hugtök tengd verkefninu: 3. þrep 2–60 mín. Einelti, kynferðiseinelti, hinsegineinelti Undirbúningur: Nauðsynlegt er að hafa lesið kennarahandbókina, sér í lagi um kynferðiseinelti og um viðbrögð ef nemandi opnar sig um erfiða reynslu, nemandi gæti vel skrifað viðkvæmar upplýsingar í síðasta svarinu. Verkefnið hentar tveimur 60 mínútna kennslustundum. Nemendur fá það verkefni að lesa skýrslu um Könnun á líðan hinsegin ungmenna í skólaumhverfi og svara neðangreindum spurningum úr henni. Framkvæmd: Markmið verkefnisins er að nemendur vinni með textann um kynferðiseinelti sem má finna hér fyrir neðan og nái tökum á inntaki hans, auk þess að velta viðfangsefninu fyrir sér með sjálfstæðum hætti. Gott er að ljósrita eintök af textanum eða gera hann aðgengilegan á kennsluvef skólans. Nemendur lesa skýrsluna: Skolakonnun_GLSEN_FINAL.pdf (rocketcdn.me) og svara eftirfarandi spurningum. Hæfilegur orðafjöldi alls er 600 orð. 1. Hvernig dæmi um hinsegineinelti koma fram í könnuninni? 2. Hverjar eru afleiðingarnar á þolendur þess? 3. Hvaða áhrif getur starfsfólk skóla haft á líðan hinsegin nemenda? 4. Hefur þú upplifað eða orðið vör/var/t við hinsegineinelti? 5. Hvernig finnst þér vera tekið á hinsegineinelti í skólakerfinu?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=