74 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Sjúkást – kynlíf / kynfræðsla Þrep: Tímalengd: Hugtök tengd verkefninu: 1. þrep 30–90 mín. Samþykki, kynlífshandrit, klám, mörk Undirbúningur: Kynntu þér heimsíðu forvarnaverkefnis Stígamóta: Heimasíðan Sjúk ást, sérstaklega Kynlíf og Klám og herferðina frá árinu 2020: Herferð 2020. Framkvæmd: Kennari sýnir veggspjöldin „Já takk – Ahh, ekki alveg málið – Stopp, nei takk“ uppi á töflu og fer yfir hvert hugtak svo tryggt sé að nemendur skilji þau öll. Eins er sniðugt að gera verkefni úr því að nemendur skoði fræðsluefnið á www.sjukast.is og útskýri þannig sjálfir hvert hugtak á þessu „kynlífs/kynferðisofbeldis-rófi“. Hópurinn horfir saman á myndböndin þrjú frá herferðinni 2020. Nemendum er svo skipt í 2-4 manna hópa (gott að huga að fjölbreyttri kynjasamsetningu). ● Hver hópur tekur umræðu um efnið: o Telja þau sögurnar í myndböndunum vera raunverulegar? Þekkja þau jafnvel slík dæmi (gæta nafnleysis). Halda þau að svona hlutir geti vel gerst í kynlífi unglinga? o Hvaða áhrif telja þau að klám geti haft á kynlíf og samskipti fólks? o Stígamót lenti í vandræðum með að birta þessa kynfræðsluherferð á samskiptamiðlum því efnið var flaggað sem óviðeigandi efni sem ekki mætti sýna á netinu. Hvað finnst þeim um það? Er efnið klámfengið/dónalegt? Ætti kynfræðsla að vera einhvern veginn öðruvísi? o Hvernig kynfræðslu hafa nemendur fengið, hvenær og hvar? Hefur hún verið góð? Oft? Hvernig hefðu þau viljað hafa hana öðruvísi? Sniðugt að varpa veggspjaldinu hér neðar upp á skjá. ● Hver hópur fær eitt veggspjald eða myndband úr herferðinni að vinna með og býr til örsögu með kynferðislegum samskiptum sem einkennir það þema sem hópurinn vinnur með (1) Já takk! 2) Ekki alveg málið ... eða 3) Stopp!)
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=