Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

72 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | ● Hver hópur velur sér eða fær úthlutað einu af fjórum viðfangsefnum, ræðir og svarar spurningunum á blaði. Markmið verkefnisins er tvíþætt og beinist annars vegar að fræðslunni sjálfri og hins vegar að þjálfun nemenda í að ræða þessi mál með almennum hætti. Viðfangsefni A Heilbrigð sambönd Undirkaflar: Heilbrigð sambönd, hinsegin sambönd • Hvað felst í heilbrigðum samböndum? • Til hvers þarf sérstaklega að líta í hinsegin samböndum? • Hvað finnst ykkur mikilvægast? • Hverju finnst ykkur erfiðast að fylgja eftir? Viðfangsefni B Heilbrigð sambönd Undirkaflar: Mörk, traust, virðing, samskipti • Hver er munurinn á tilfinningalegum, líkamlegum og stafrænum mörkum? • Hvaða mörk finnst þér vera hvað oftast fótum troðin? • Hvað felur traust í sér? Hvernig er það byggt upp? • Hvernig heldur þú að leysa megi ágreining í samböndum með heilbrigðum hætti? Viðfangsefni C Óheilbrigð sambönd • Hvað felst í tilfinningastjórnun? • Hvernig getur afbrýðisemi orðið sambandinu skaðleg? • Hvers þarf sérstaklega að líta til í hinsegin samböndum? • Á hvaða hátt geta óheilbrigð samskipti birst í hinum stafræna heimi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=