69 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Sjúkást – átakið Þrep: Tímalengd: Hugtök tengd verkefninu: 2. þrep 100–200 mín. Samþykki, mörk, kynlíf, ofbeldi í nánum samböndum, kynferðisofbeldi Undirbúningur: Kynntu þér heimasíðu forvarnaverkefnisins Sjúkást: www.sjukast.is og í það minnsta eitt af veggspjaldaforritunum hér fyrir neðan til að geta aðstoðað nemendur í neyð. Framkvæmd: Þetta verkefni er hugsað sem leið til þess að kynna fyrir nemendum það fræðsluefni sem er á vefnum frá Sjúkást átakinu, en þar er fjallað um ólíkar birtingarmyndir kynferðislegs ofbeldis og merki um óheilbrigð og ofbeldisfull samskipti í nánum samböndum. Frá 2018 hefur árlega komið inn ný herferð og þannig er hægt að láta nemendur vinna með eldri herferðir, sem og þá nýjustu hverju sinni. Verkefnið er í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum er leitast eftir að fá nemendur til þess að afla sér sjálf upplýsinga og leggja mat á efnið. Í seinni hlutanum vinna þau áfram með efnið og kynna það fyrir jafningjahópnum. Tilkynnið nemendum að verkefnið sé í tveimur hlutum og fyrri hlutinn sé einstaklingsverkefni. Óþarfi er að láta nemendur vita strax hvað felst í seinni hluta verkefnisins. 1. hluti – einstaklingsverkefni: Fjallaðu um verkefnið #sjúkást Skoðaðu heimasíðuna https://www.sjukast.is og svaraðu spurningunum: 1. Um hvað snýst verkefnið Sjúkást? 2. Hvað er Sjúkt spjall? 3. Fyrir hver er verkefnið? 4. Finnst þér áhugavert efni á síðunni? Af hverju/af hverju ekki? 5. Horfðu á a.m.k. tvö myndbönd og segðu stuttlega frá þeim hér, láttu hlekkinn á myndskeiðin fylgja. 6. Þitt mat: Finnst þér þessi þjónusta og fræðsla þurfa að vera til staðar? Af hverju/af hverju ekki? Þyrfti að auka hana? Minnka? Breyta á einhvern hátt?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=