Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

67 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Kynferðisofbeldi – píramídi nauðgunarmenningar Þrep: Tímalengd: Hugtök tengd verkefninu: 1. þrep 30–60 mín. Kynferðisofbeldi, nauðgunarmenning Undirbúningur: Nauðsynlegt er að hafa farið vel yfir kennarahandbókina, sér í lagi kafla um kynferðisofbeldi og nauðgunarmenningu. Prentið út spurningarnar eða setjið á kennsluvef, auk þess sem myndin af píramídanum þarf að fylgja með (á spurningablaðinu eða varpað á skjá í kennslustofu). Sniðugt er að sýna nemendum fyrst heimildarmyndina The bystander moment. Framkvæmd: Nemendur fá spurningablöð í hendur og svara eftir bestu getu spurningum um ofbeldi og hlutverk þeirra sem eru ekki þolendur eða gerendur – út frá framsetningu nauðgunarmenningar í píramídaformi. Hvort sem er einslega eða í hópum, jafnvel sem umræða alls hópsins og kennara.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=