Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

64 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Að panta pítsu saman 1 Verkefni um samþykki og samræður í kynlífi (og lífinu almennt) Þrep: Tímalengd: Hugtök tengd verkefninu: 1. þrep 35–45 mín. Samþykki, kynlífshandrit, kynheilbrigði, kynlíf Þetta verkefni var búið til eftir áhorf á Ted-fyrirlestri kynfræðingsins Al Vernacchios frá 2012 um samlíkingamál í umræðum um kynlíf. Við hvetjum kennara að horfa á fyrirlesturinn hans hér: https://www. ted.com/talks/al_vernacchio_sex_needs_a_new_metaphor_here_s_one Undirbúningur: Nauðsynlegt er að hafa lesið kennarahandbókina og kynnt fyrir nemendum þau hugtök sem ákveðið er að taka fyrir í verkefninu. Prentið út og ljósritið nokkur eintök af seinustu síðunni sem nemendur vinna með í tíma. Framkvæmd: 1. Nemendum er skipt í hópa (4 í hópi er besti fjöldinn). Dreifið útprenti af bls. 3 í verkefninu og tilkynnið nemendum að verkefnið sé að koma sér saman um hvernig pítsu þau vilji panta sér saman og setja það upp myndrænt. 2. Kennari gengur á milli nemendahópa og spyr spurninga eins og hvort þau séu sammála um hvaðan þau ætli að panta pítsuna, hvaða stærð, hvernig botn eigi að vera, hvort það sé einhver sem sé með ofnæmi fyrir einhverju, eða er vegan eða annað í sambandi við matinn. Tíminn sem er gefinn í þetta er misjafn, getur verið 5 mínútur og upp úr. 3. Kennari fær að heyra frá hverjum hópi hvað var ákveðið að panta og hvernig skiptingin fór fram og bekkurinn fær að sjá teikninguna af hverri pítsu. Spyrjið sérstaklega út í hvernig nemendur komust að niðurstöðu, hvort það hafi verið málamiðlun eða var ákveðið að sleppa einhverju til að koma til móts við einhvern og svo framvegis. 4. Í lokin tengir kennarinn þessi samskipti og ákvarðanatöku hópsins við samþykki og mörk og spyr hvers vegna er svona auðvelt að tala um hvað okkur langar þegar kemur að pítsum en ekki hvað okkur langar þegar kemur að kynlífi. Yfirleitt er hægt að yfirfæra mörg atriði í ákvarðanatöku hópsins yfir á kynlíf. Nokkrir punktar sem er ágætt að hafa í huga: a. Til þess að öll séu sátt, finnist pítsan góð og fari fullmett frá borði þarf að taka tillit til langana og þarfa mismunandi einstaklinga. Sum eru ævintýragjörn, öðrum finnst margaríta alltaf best á meðan önnur vilja jafnvel ekki pítsu, mesta lagi hvítlauksbrauð eða brauðstangir og það er allt í lagi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=